Ég vil gerast bakhjarl

Með mánaðarlegum styrk stuðlar þú að frekari fræðsluefnisgerð á samfélagsmiðlunum @hulda.tolgyes og @karlmennskan auk þess að skapa okkur rými til að þróa frekara fræðsluefni í ýmsu formi. Þú tryggir að allt efni á samfélagsmiðlum sé opið, aðgengilegt og geti nýst áhugasömum til fræðslu, í kennslu eða almennri umræðu. Bakhjörlum býðst regluleg fræðsla með Þorsteini V. og Huldu Tölgyes, ásamt mögulegum gestum, þá fá bakhjarlar forgang á námskeið og afslátt af næstu bókum og öðru efni sem er til sölu. Mildi og mennska slf heldur utan um reksturinn. Frekari upplýsingar veitir thorsteinnv@karlmennskan.is.

 
 
 

Um okkur

Við erum Hulda Tölgyes sálfræðingur og Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur. Við störfum saman og sitthvoru lagi. Hulda starfar við klíníska meðferð sem sálfræðingur, námskeiðahald, fyrirlestra og kennslu. Þorsteinn starfar aðallega við fyrirlestra og ráðgjöf í jafnréttismálum ásamt því að sjá um hlaðvarpið og samfélagsmiðilinn Karlmennskan. Hulda miðlar sálfræðilegu fræðsluefni á samfélagsmiðlum undir nafninu @Hulda.Tolgyes.

Við eigum saman félagið Mildi og mennska slf. sem heldur utan um allt okkar starf og sá um útgáfu á bókinni okkar Þriðja vaktin – Jafnréttishandbók heimilisins. Við erum líka hjón, höfum verið saman í tíu ár og eigum saman þrjú börn og einn hund.

 

 

Má ekki bjóða þér kaffibolla?