Hvað er Karlmennskan?

 

Um Karlmennskan

Í grunninn er Karlmennskan samfélagsmiðill sem miðar að því að varpa ljósi á og hreyfa við ráðandi karlmennskuhugmyndum í íslensku samfélagi. Samfélagsmiðilinn tekur á sig ýmsar myndir í þeim tilgangi að hreyfa við og ná til fólks, einkum drengja og karla, og mætti því kalla hreyfiafl þegar Karlmennskan sprettur upp út fyrir samfélagsmiðilinn. Karlmennskan er hreyfiafl sem miðar að því að varpa ljósi á og hreyfa við ráðandi karlmennskuhugmyndum og styðja við jafnrétti.

Hugsjónin og markmið Karlmennskan er að varpa ljósi á íhaldssamar ráðandi karlmennskuhugmyndir, hreyfa við þeim, skapa jákvæðri karlmennsku frekari sess og styðja í leiðinni við jafnrétti í íslensku samfélagi.

Þorsteinn V. Einarsson ber ábyrgð á og hefur umsjón með Karlmennskan. Ég er menntaður kennari með meistaragráðu í kynjafræði frá Háskóla Íslands en starfaði lengi sem forstöðumaður og deildarstjóri félagsmiðstöðva í Reykjavík. Frá því í lok árs 2018 hef ég starfað við fyrirlestra, pistla og greinaskrif, fræðslumiðlun á samfélagsmiðlum og þáttagerð um karlmennsku og jafnréttismál.

Verkefnið hófst sem #karlmennskan á Twitter árið 2018 með frásögnum karla (og annarra kynja) af áhrifum karlmennskuhugmynda á þeirra líf og samferðafólks. Í kjölfarið varð samfélagsmiðillinn til á Facebook og Instagram, sem varð að nokkurskonar fræðsluefnismiðli eða fræðsluaktívisma í jafnréttismálum. Hlaðvarpið Karlmennskan var stofnað í lok árs 2020 í kjölfar styrks úr jafnréttissjóði.

#Karlmennskan

Samfélagsmiðillinn Karlmennskan varð til í kjölfar frásagna karla undir #karlmennskan á Twitter í mars 2018. Undir myllumerkinu #karlmennskan deildu hundruðir karlmanna frásögnum af því að hafa upplifað neikvæða pressu frá karlmennskuhugmyndum. Komu fram frásagnir þar sem menn skömmuðust sín fyrir að gráta við andlát barna sinna, móður eða annarra nákominna. Frásagnir af ofbeldi og einelti sem menn höfðu orðið fyrir í æsku fyrir að haga sér eða líta (ekki) út á ákveðinn hátt. Vörpuðu frásagnirnar ljósi á áhrif og afleiðingar íhaldssamra karlmennskuhugmynda á líf karlmanna. Fjallaði ég um þessar frásagnir í meistararitgerð minni í kynjafræði, sem finna má hér.

 

Hlaðvarpið Karlmennskan

Hlaðvarpið Karlmennskan er í boði Veganbúðarinnar, Domino´s, The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar.

Karlmennskan hér og þar

Í grunninn er Karlmennskan samfélagsmiðill sem miðar að því að varpa ljósi á og hreyfa við ráðandi karlmennskuhugmyndum í íslensku samfélagi. Samfélagsmiðilinn tekur á sig ýmsar myndir í þeim tilgangi að hreyfa við og ná til fólks, einkum drengja og karla, og mætti því kalla hreyfiafl þegar Karlmennskan sprettur upp út fyrir samfélagsmiðilinn. Dæmi um hreyfiaflsverkefni eða samstarfsverkefni sem náðu út fyrir samfélagsmiðlinn eru eftirfarandi samstarfsverkefni.

VIÐTALSÞÆTTIRNIR KARLMENNSKAN Á HRINGBRAUT

KARLMENNSKAN VEFSJÓNVARP HJÁ STUNDIN.IS

KARLMENNSKAN OG UNGRUV

UMFJÖLLUN FJÖLMIÐLA (undirkaflar)