Námskeiðslýsing
Námskeið um þriðju vaktina sem hentar pörum sem vilja ná betri tökum á að tala saman um hugræna og tilfinningalega ábyrgð, verkaskiptingu og fjölskylduábyrgð.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur:
skilji muninn á annarri og þriðju vaktinni og hugrænni vinnu og tilfinningalegri vinnu.
geti greint eigin stöðu og verkaskiptingu í samhengi við samfélagslega áhrifaþætti.
fræðist um afleiðingar ójafnrar ábyrgðar á heimilis- og fjölskylduhaldi á lífsgæði, líðan og tækifæri einstaklinga.
öðlist færni í að sjá, greina og tala saman um þriðju vaktina.
Hentar:
Pörum og einstaklingum sem hafa löngun til að deila jafnt ábyrgðinni á fjölskyldu- og heimilishaldi.
Staður og stund:
Laugardaginn 13. janúar kl 9:30-12:00 í Fæðingarheimili Reykjavíkur (Hlíðarfótur 17, 102 Reykjavík)
Verð fyrir par: 21.000 kr
Flest stéttarfélög greiða niður kostnað ef þið sendið þeim greiðslukvittun.
[Athugið að þetta námskeið er fræðsla en ekki klínísk meðferð. Þátttakendur skulu virða trúnað við hvert annað.]
Skráningarhnappurinn er hér fyrir ofan (gæti tekið lengri tíma að hlaðast en þessi texti).