[TW] DÆMI UM OFBELDI Í NÁNu SAMBANDI
TW. Náið ástar- og/eða vinasamband á að byggjast á gagnkvæmu trausti, gera lífið betra og næra mann andlega. Það á ekki að vera þvingandi, óþægilegt eða tætandi.
❌Afbrýðisemi, vantraust, hótanir og síendurtekin rifirildi eru ekki óhjákvæmilegur hluti af ástarsambandi og eru ekki merki um ást❌
🆘⛔️
TW
Dæmi um andlegt ofbeldi í nánu sambandi getur verið ef maki þinn:
* Öskrar á þig.
* Uppnefnir þig.
* Gerir lítið úr þér.
* Hótar og/eða ógnar þér.
* Segir þig ruglaða/geðveika.
* Kennir þér um hegðun sína og líðan.
* Einangrar þig frá vinum og fjölskyldu.
* Treystir þér ekki til að taka ákvarðanir.
* Lætur þér líða eins og þú sért föst í sambandinu.
* Treystir þér ekki í kringum aðila af hinu kyninu.
* Fylgist með ferðum þínum – hefur eftirlit með þér.
* Kemur að tilfinningu hjá þér um yfirvofandi ofbeldi.
* Gagnrýnir þig og/eða gerir lítið úr afrekum þínum eða vinnu.
* Lætur þér líða þannig að þú þurfir virkilega á honum að halda.
* Er móðgandi/særandi þegar hann er undir áhrifum áfengis/fíkniefna.
* Notar áfengi/fíkniefni sem afsökun til að segja móðgandi/særandi hluti.
* Áreitir þig stanslaust t.d. með skilaboðum, símhringingum og/eða heimsóknum.
* Ætlar að „láta þér eitthvað að kenningu verða“ með því að t.d. banna þér að leita aðstoðar eftir rifrildi.
* Niðurlægir þig og gerir grín að þér, hvort sem er í fjölmenni, fyrir framan vini/fjölskyldu eða þegar þið eruð tvö.
Afleiðingar andlegs ofbeldis sitja oft lengur í þolandanum, miðað við afleiðingar líkamlegs ofbeldis. Andlegt ofbeldi skilur ekki eftir sig sjáanlega áverka og því getur verið erfiðara að koma auga á það og meðhöndla. (Texti frá kvennaathvarf.is)
🖤Hvet þig til að leita þér hjálpar ef þú ert beitt/ur ofbeldi eða beitir ofbeldi.🖤
Sjá: Stigamot - Kvennaathvarf - Bjarkarhlíð - Landspítalinn - o.fl. - Heimilisfriður (styður við gerendur ofbeldis).
(Birt á Instagram 20. apríl 2019)
Mynd eftir amandaoleander á Instagram