#17 Kynja­fræði, drengja­orð­ræða og femínismi - Þor­gerð­ur Ein­ars­dótt­ir

„Við erum alltaf að endurskapa þessar hugmyndir [um karlmennsku og kvenleika] [...] það eru valdatengsl í þessum samskiptum og við erum alltaf að endurskapa kynin og valdatengslin í nýjum búningum. Við sjáum eina hindrun, ryðjum henni úr vegi en þá spretta upp aðrar hindranir.“ segir Þorgerður Einarsdóttir prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands í samtali við Þorstein V. EInarsson í 17. podcastþætti Karlmennskunnar. Þorgerður hefur starfað í 20 ár við kynjafræðirannsóknir og segist verða þreytt og vonlaus á „þreyttum málflutningi“ t.d. um drengi í skólakerfinu sem hún segir að sé oft byggður á holum grunni. Farið er yfir hina svokölluðu drengjaorðræðu, hvað gerir kynjafræði að fræðigrein, algengar mýtur og gagnrýni á kynjafræðileg sjónarhorn í rannsóknum, femínisma og mismunandi aðferðir til að vinna að jafnrétti.

Previous
Previous

#18 Kyn­skipt­ur vinnu­mark­að­ur og kynbund­inn launamun­ur - Víð­ir Ragn­ars­son

Next
Next

#16 Para­sam­bönd, trigger­ar og djö­flatal - Hrefna Hrund Pét­urs­dótt­ir