Fyrirlestrar og námskeið

Við bjóðum vinnustöðum, foreldrahópum, skólum, pörum og hópum upp á fyrirlestra, námskeið og fræðsluerindi. Undanfarin ár höfum við heimsótt fjölda vinnustaða og skóla ýmist saman eða í sitt hvoru lagi. Við bjóðum upp á nokkur ólík erindi og námskeið og getum einnig sér sniðið að þörfum hópa.

Á meðal þeirra sem við höfum fengið að heimsækja og fræða eru RÚV, Arion banki, Origo, Marel, Kolibri, KPMG, Mannvit, Coca Cola, Valitor, Seðlabankinn, VÍS, Embætti ríkislögreglustjóra, Alcoa, Landsbankinn, Landspítalinn, Orkuveita Reykjavíkur, Norðurál, Ölgerðin, Landsnet, sveitastjórnar- og utanríkisráðuneytin, stjórnsýsla Kópavogsbæjar, jafnréttisnefnd BSRB, trúnaðarráð Sameykis, BHM, VR og all margir grunn- og framhaldsskólar og félagsmiðstöðvar um allt land.

 
 

Jákvæð karlmennska

Kjarninn í fyrirlestrinum er hvernig og hvers vegna jákvæð karlmennska styður við jafnrétti og hvernig skaðleg karlmennska bitnar á strákum og körlum, konum og kvárum. Áherslan er á hvað við getum gert sem einstaklingar til að hafa jákvæð áhrif á líf okkar og samferðafólks út frá hugmyndum um karlmennsku.

Fyrirlesari: Þorsteinn V.

Hentar: Vinnustöðum, stjórnendum, foreldrum, framhaldsskólum, kennurum og öllum kynjum.

Tími: 50 mínútur + umræður.


Þriðja vaktin

Erindið fjallar um hugrænu byrðina sem fylgir hinni ólaunuðu ábyrgð, yfirumsjón og verkstýringu á heimilis- og fjölskylduhaldi. Ábyrgð sem kölluð er þriðja vaktin. Leitast verður við að skýra þriðju vaktina og varpa ljósi á áhrif ójafnrar ábyrgðar á þessum ólaunuðu störfum. Erindið byggir á fræðilegri og persónulegri reynslu fyrirlesara, þar sem þau flétta saman sálfræðilegu- og kynjafræðilegu sjónarmiði saman við persónulega glímu sína við þriðju vaktina á eigin heimili. Hulda og Þorsteinn sáu um heimilda- og textavinnu fyrir átak VR um þriðju vaktina og eru höfundar bókarinnar Þriðja vaktin – Jafnréttishandbók heimilisins.

Fyrirlesari: Hulda Tölgyes og Þorsteinn V.

Hentar: Vinnustöðum og öllu fullorðnu fólki.

Tími: 50 mínútur + umræður/spurningar.


Segja nei og skilja mörk

Mörgum finnst erfitt að segja nei, setja mörk og standa með sjálfu sér. Þau eru hrædd um að vera leiðinleg, valda vonbrigðum og óttast möguleg viðbrögð fólks. Þetta á sérstaklega við um konur og kvár sem hafa verið krafin um að þóknast, láta lítið fyrir sér fara og vera næs. Í erindinu er farið yfir mögulegar afleiðingar af því að setja öðrum ekki mörk, hvers vegna það getur verið erfitt og hagnýtar aðferðir kynntar til að standa með sjálfu sér og setja heilbrigð mörk í vinnu og einkalífi.

Fyrirlesari: Hulda Tölgyes

Hentar: Vinnustöðum, foreldrahópum og framhaldsskólanemum.

Tími: 45 mín + umræður.