Út með´a

gmf.designs 16.maí 2019

🗯Hættum að skammast okkar. Hættum að skammast okkar fyrir að uppfylla ekki einhverja úrelta óraunhæfa ímynd karlmennskunnar.

⛓🆘Karlmennskuhugmyndirnar virka stundum sem tvöfaldur múr. Eðlilega (en gagnlausa og órökrétta) skömmin sem fólk upplifir við að díla við hluti verður stundum enn meiri þegar við bætist hugmyndin um að „alvöru maður” eigi að vera einhvernveginn öðruvísi. Þá bæla menn niður og loka á. Harka af sér en molna að innan.

🎭Hættum að þykjast. Það þarf hugrekki til að hætta að þykjast. Verum hugrakkir. Einlæglega og auðmjúklega hugrakkir. Brjótum þannig upp úreltu og ógagnlegu karlmennskuhugmyndirnar.

(Birt á Instagram 16. maí 2019)

Previous
Previous

KÚGUN KVENNA OG KVENHATUR

Next
Next

11 EINFALDIR HLUTIR SEM KARLMENN GETA GERT FYRIR FEMÍNISMA