KÚGUN KVENNA OG KVENHATUR

Kúgun kvenna og tilraunir manna til að ná völdum yfir konum er síendurtekið stef í gegnum (kynja)söguna. Kúgunin tekur ýmsar myndir en þær eiga það sameiginlegt að hefta frelsi og sjálfsákvörðunarrétt kvenna.
Dæmi um þessa kúgun eru kerfisbundnar árásir (almennings og yfirvalda) á konur á hernámsárunum á Íslandi. Sögulegt nafn þess tíma er kúgun í sjálfu sér, en tíminn er oft kallaður ástandsárin.
Drusluskömmun (í okkar nútíma) er annað dæmi um kúgun kvenna, að gera konur ábyrgar fyrir ofbeldi sem þær eru beittar með því að fókusa á klæðaburð eða hegðun kvenna.
Þriðja dæmið og það nýjasta varðar þungunarrofslöggjöf, sem er víða til umræðu. Þó að stjórnmálakarlar séu áberandi í umræðunni gegn frelsi kvenna þá vissulega eru dæmi um konur sem eru líka haldnar kvenfyrirlitningu. Það væri óskandi ef þetta stjórnmálafólk gæti sett atburði sögunnar í samhengi og séð kúgunina og ofbeldið gegn konum sem umlykur söguna. Og séð að þótt það meini vel og ætli sér ekki að kúga konur, þá er allt sem heftir frelsi kúgun eða frelsissvipting. Hvers vegna er svona auðvelt að skerða frelsi og réttindi kvenna? Og hvers vegna finnst fólki svona erfitt að sjá það?

(Birt á Instagram 18. maí 2019)

Mynd eftir erinsuckss á Instagram

Mynd eftir erinsuckss á Instagram

Previous
Previous

LÁTUM DRENGI EKKI HARKA AF SÉR

Next
Next

Út með´a