Myndbönd úr hlaðvarpinu


121. Guðmundur Jóhannsson

120. hólmsteinn eiður

119. Nanna hlín

118. Biggi Veira

115. Eygló Árnadóttir, María Hjálmtýsdóttir og Kristín Blöndal Ragnarsdóttir

Kristín, María og Eygló

  • 115. „Klám er helsta kynfræðsla barna, sem vinnur gegn kynfrelsi“ - María, Kristín og Eygló

    Bylting framhaldsskólanema gegn kynferðisofbeldi og gagnrýni á viðbragðsleysi skólastjórnenda ýtti undir kröfu um aukna kyn- og kynjafræðikennslu í skólum auk almennilegra viðbragða þegar kynferðisbrot koma upp. Skólameistarar ruku sumir hverjir upp og bundu vonir við að fram kæmu leiðbeiningar til að tækla slík mál.

    Sérfræðingar í jafnréttis- og ofbeldisforvarnarmálum sögðu þó hægan hægan. Engin skyndilausn væri við jafn flóknum og útbreiddum vanda sem kynferðisofbeldi er, auk þess sem skólar geti ekki tekið að sér hlutverk réttarkerfisins. Finna þurfi aðra og betri nálgun. Í raun algjöra kerfisbreytingu.

    María Hjálmtysdottir, Kristín Blöndal Ragnarsdóttir og Eygló Árnadóttir hafa starfað við jafnréttismál, kynjafræðikennslu, sitja í stjórn félags kynjafræðikennara og mynda fagteymi utan um fræðslu og forvarnir framhaldsskóla vegna kynferðisofbeldis. Þær fara yfir ástæður þess að skyndilausnar-viðbragð við kynferðisofbeldis virkar ekki í skólakerfinu, útskýra hversu mikilvægt er að samþætta kyn- og kynjafræðikennslu og stórefla hana, ræða alvarleika kláms og áhrifamikilla karlrembna í samskiptum ungs fólks og gefa okkur innsýn í menningu ungmenna í dag.

    Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

    Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)

    Veganbúðin, ÖRLÖ, BM Vallá ásamt bakhjörlum Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja) bjóða upp á þennan þátt.

112. Ari Ísfeld Óskarsson

  • 112. „Tilfinningar karla, er það ekki hot topic?“ - Ari Ísfeld Óskarsson

    „Ég vonast til þess að karlar, ungir sem aldnir, byrji að tala saman meira um tilfinningar sínar og hvernig þeim líður.“ segir Ari Ísfeld Óskarsson leikari sem samdi og lék í How to make love to a man í tilraunaverkefninu Umbúðalaust í Borgarleikhúsinu sl. vor. Leikritið fjallaði á kómískan en raunsæan hátt um karlmennsku og karla, hvernig þeir eiga samskipti sín á milli og takast á við lífið. Ari var einmitt að gefa út lag sem samið var fyrir sýninguna sem er spilað í þættinum.

    Við spjöllum um ástæður þess að fjórir vinir ákveða að gera leikrit um karlmennsku, hvernig það er að vera karlmaður í dag og sérstaklega hvernig er að vera mjúkur maður.

    Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

    Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)

    ÖRLÖ, Veganbúðin og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.


111. Dóra Jóhannsdóttir

  • Áramótaskaupið hefur sennilega aldrei fengið jafn almennt sterk jákvæð viðbrögð frá flestum, nema kannski „nokkrum fótboltagrúbbum” eins og Saga Garðars orðaði í viðtali á dögunum og svo er spurning hvernig sumum meintum og vinum þeirra fannst skaupið. 

    Dóra Jóhannsdóttir leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins kryfur nokkra sketsana og gefur okkur innsýn í ferlið við skaupið. Hvernig kemur hún auga á fyndnina í gráum hversdagsleikanum og sárum kynferðisofbeldis og útlendingaandúðar? Förum inn í afstöðu grínsins og þerapjútíkina sem grínið getur gefið, veltum upp hvort gera megi grín að hverju sem er og hvernig sem er og hvað fær fólk til að hlæja.

    Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

    Tónlist: Mr. Silla - Nartuo (án söngs)

    Veganbúðin, ÖRLÖ og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða uppá þennan þátt.


110. Miriam Petra og Sóley Tómasdóttir

  • 110. „Gott að spá einhverju og geta svo látið það rætast“ - Miriam Petra og Sóley Tómasdóttir

    Við lítum yfir árið, bæði persónulega og pólitískt. Leitum að hápunktum og lágpunktum og setjumst í Völvusætið fyrir árið 2023. Veltum fyrir okkur áhrifum baráttu á árinu og mögulegum afleiðingum ýmissa atvika sem áttu sér stað á árinu. Hefur baráttan fyrir jafnrétti og mannréttindum skilað einhverju eða erum við bara á leiðinni aftur á bak með þungu bakslagi?

    Miriam Petra sérfræðingur hjá Rannís og inngildingarfulltrúi landsskrifstofu Erasmus plus og fyrirlesari um rasisma og menningarfordóma og Sóley Tómasdóttir jafnréttis- og fjölbreytileikafræðingur horfa í baksýnisspegilinn og setjast í femínískt Völvusæti fyrir árið 2023.

    Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

    Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)

    Veganbúðin, ÖRLÖ fyrsta Omega-3 bætiefnið í heiminum með jákvætt kolefnisfótspor og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.


109. Gísli Marteinn Baldursson

  • 109. „Fólk verður bara að fyrirgefa hvað ég er lengi að fatta“ - Gísli Marteinn Baldursson

    Gísli Marteinn Baldursson fyrrverandi borgarfulltrúi og þáttastjórnandi vinsælasta skemmtiþáttar landsins, Vikan með Gísla Marteini, var kallaður til viðtals til að létta aðeins á efnistökum hlaðvarpsins í aðdraganda jólanna. Reyndar slysaðist ég aðeins til að kveikja á borgar- og skipulagsmála Marteini en þaðan leiðumst við í umræðu um veganisma, femínisma, byltingar, meint hlutleysi í þögninni, vináttu og hvernig forréttindafullur kallavinahópur á sextugsaldri vinnur úr kröfum samtímans. Kannski ekkert brjálæðislegt léttmeti, en Gísli Marteinn var allavega í jólaskapi. Það er eitthvað.

    Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

    Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)

    Veganbúðin og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.