HULDA JÓNSDÓTTIR TÖLGYES

sálfræðingur MSc

Ég starfa sjálfstætt sem sálfræðingur og held utan um Instagram reikning (@hulda.tolgyes) þar sem ég miðla einföldu en hagnýtu fræðsluefni til að stuðla að sjálfsmildi í kröfuhörðum heimi.

Ég sinni einstaklingsmeðferð, fyrirlestrum og fræðsluerindum fyrir hópa, stofnanir og fyrirtæki.

Menntun:

BSc í sálfræði, MSc diplóma í sálfræði uppeldis og menntunar, MSc í klínískri sálfræði.

Ég starfa með leyfi frá Landlæknisembættinu til að veita klíníska meðferð.

  • Í einstaklingsmeðferð vinn ég aðallega með kvíðaraskanir, þunglyndi, áfallastreitu, flókna áfallastreitu, streitu og lágt sjálfsmat. Ég notast við hugræna atferlismeðferð og EMDR meðferð, eftir því sem við á hverju sinni og legg áherslu á sjálfsmildi og samkennd í eigin garð (self-compassion).

    Í fyrirlestrum og fræðsluerindum hef ég meðal annars fjallað um:

    • Að segja nei og setja mörk

    • Líðan kvenna á meðgöngu og eftir barnsburð

    • Þriðju vaktina eða hugræna byrði.

    • Tilfinningar og sjálfsmildi

    • Foreldrahlutverkið, tengsl og tilfinningar

    • Kvíða og áhyggjur

    Netfang: huldatolgyes@gmail.com


 

Biðlisti í meðferð til Huldu

Hulda er fullbókuð og getur því miður ekki tekið við fleirum á biðlista.

 
 

Hulda Tölgyes á Instagram