Um okkur

Við erum Hulda Tölgyes sálfræðingur og Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur. Við störfum saman og sitthvoru lagi. Hulda starfar við klíníska meðferð sem sálfræðingur, námskeiðahald, fyrirlestra og kennslu. Þorsteinn starfar aðallega við fyrirlestra og ráðgjöf í jafnréttismálum ásamt því að sjá um hlaðvarpið og samfélagsmiðilinn Karlmennskan. Hulda miðlar sálfræðilegu fræðsluefni á samfélagsmiðlum undir nafninu @Hulda.Tolgyes.

Við eigum saman félagið Mildi og mennska slf. sem heldur utan um allt okkar starf og sá um útgáfu á bókinni okkar Þriðja vaktin – Jafnréttishandbók heimilisins. Við erum líka hjón, höfum verið saman í tíu ár og eigum saman þrjú börn og einn hund.