Við trúum og styðjum við brotaþola

Við hlustum, trúum og styðjum konur, karla og hinsegin fólk í lífi okkar sem segir frá ofbeldi sem það hefur þurft að þola. Í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi er mikilvægt að virða reynslu brotaþola, skilja afleiðingar ofbeldis og læra um margskonar birtingarmyndir kynferðisofbeldis. Þegar fólk segir frá kynferðisofbeldi og er ekki  trúað þá upplifir fólk eins og það rofni tengsl við annað fólk og samfélagið sem það tilheyrir.

Lífseigar mýtur um ofbeldi, einkum kynferðisofbeldi, koma í veg fyrir að þolendur fái réttlætinu framgengt, að þeim sé trúað og njóti nauðsynlegs stuðnings. Þegar karlar hrökklast í vörn í umræðu um kynbundið ofbeldi, benda á að ekki beiti allir menn ofbeldi eða karlar verði líka fyrir ofbeldi, eru þeir (ómeðvitað) að færa fókus af þolendum, yfir á sjálfa sig og þar með koma í veg fyrir frekari umræðu um ofbeldi. 

 Jákvæð karlmennska felur í sér að taka afstöðu gegn ofbeldi, að trúa og styðja brotaþola og vita að ofbeldi er alltaf á ábyrgð þeirra sem beita því en er aldrei brotaþola að kenna. Við getum unnið gegn menningu sem gerir ofbeldi kleift að viðgangast m.a. með því að trúa og styðja við brotaþola.

Teikning: Herdís @Herdill

Útlitshönnun: Bergþóra @bergþóra

 

Ítarefni:

+Ábyrgar konur og sjúkir karlar. Birtingarmyndir nauðgunarmenningar í íslensku samfélagi. https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/49 

+13% réttlæti: https://stigamot.is/er-13-rettlaeti-nog/ 

+Fræðsluefni frá kvennaathvarfinu (Skiptu þér af: https://kvennaathvarf.is/wp-content/uploads/2018/02/Skiptu-þér-af.pdf

+Skilgreiningar á heimilisofbeldi: https://www.kvennaathvarf.is/ur-moppum/

+Aðgengilegt fræðsluefni, miðað að ungu fólki: https://www.sjukast.is/ 

+Stuttur fræðsluþáttur um nauðgunarmenningu og skrímslaorðræðuna: https://stundin.is/spila/243/

+xyonline, Michael Flood: http://xyonline.net/category/article-content/violence

Next
Next

Við tökum jafna ábyrgð á heimilis- og fjölskyldulífinu (mental load)