Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

#46 „Ég er smá homophobic sjálfur“ - Bassi Maraj

Það voru alveg margir sem hættu að vera vinir mínir en svo var ég bara okei bæ“ segir Sigurjón Baltasar Vilhjálmsson betur þekktur sem Bassi Maraj um það þegar hann kom út úr skápnum í 10. bekk. Bassi er ein af stjörnunum í raunveruleikaþáttunum Æði sem gerði hann að áhrifavaldi á Instagram og poppstjörnu en fyrsta lagið hans fór beint á topplista Spotify. Ný sería af Æði fer að koma út og sömuleiðis er Bassi að fara að gefa út EP plötu á næstunni. 

Við kryfjum frasana low key, living, sliving, slay og child (cheeld), rifjum upp unglingsár Bassa, fordóma og hómófóbíu, goons og pólitíska drauma Bassa. Sennilega einn kaótískasti hlaðvarpsþáttur sem ég hef gefið út þar sem ég reyndi stöðugt að fara á dýptina en vissi aldrei hvort Bassi væri að teyma mig í grín eða tala af alvöru. Hlustaðu á 46. hlaðvarpsþátt Karlmenskunnar með Bassa Maraj.

Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

#45 „Ég elska viðbrögð“ - Edda Falak

„Stundum er þetta bara skemmtilegt en stundum er það smá þreytandi sérstaklega þegar það er fjallað um hvað ég er að borða í morgunmat.“ segir Edda Falak fjármálafræðingur, hlaðvarpsstjórnandi og áhrifavaldur um nærgöngulan áhuga fjölmiðla á lífi hennar. Edda hefur verið ansi áhrifamikil í umræðunni undanfarana mánuði með 30 þúsund fylgjendur á Instagram, þúsundir á Twitter og með vinsælasta hlaðvarpið á Íslandi. Skoðanir Eddu og málefnin sem hún fjallar um vekja oft upp sterk viðbrögð og hreyfa við mörgum. 

Í 45. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar ræðum við Edda um fyrirmyndir, fordóma, áhrifavalda, gillz-áhrifin og mini-gillzara og þau áhrif sem Edda vill hafa á íslenskt samfélag.

Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

Intro/outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli 

Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Veganbúðarinnar og The Body Shop.


Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

#44 „Þetta er klár­lega ekki kom­ið“ - Hinsegin dag­ar, Ás­geir Helgi Magnús­son

„Við erum að sjá börn og ungmenni koma snemma út úr skápnum í faðmi fjölskyldu og vina og geta áttað sig á tilfinningum sínum með þeim.“, segir Ásgeir Helgi Magnússon formaður Hinsegin daga sem fara fram dagana 3. til 8. ágúst með allskyns viðburðum, þrátt fyrir að ekkert verði af Gleðigöngunni vegna samkomutakmarkanna. Þótt Ísland standi framarlega í jafnréttismálum segir Ásgeir Helgi að enn vanti margt upp á í lagaumhverfinu, sem tengist hinsegin fólki og að við þurfum stöðugt að vera á varðbergi fyrir mannréttindum fólks. Það sjáist best á löndum á borð við Pólland og Ungverjaland þar sem verulega er vegið að hinsegin fólki. Hinsegin dagar, árangur og bakslag í baráttu hinsegin fóks, hómófóbía, fordómar og leiðir sem gagnkynhneigt fólk getur farið til að styðja við mannréttindi og hinsegin fólk er umræðuefni 44. þáttar Karlmennskunnar.

Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson (Karlmennskan) Intro/outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli Þátturinn er í boði Macland, Veganbúðarinnar og The Body Shop.

Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

#43 „Kven­leg­ir menn munu ekki erfa Guðs ríki“ - Birg­ir Fann­ar

„Ég er að reyna vernda grunngildi karlmennskunnar og er hérna í snákagryfjunni þinni“, segir Birgir Fannar sem hefur reglulega poppað upp á samfélagsmiðli Karlmennskunnar og lýst með athugasemdum andstöðu sinni við þau sjónarmið sem þar liggja til grundvallar. Telur hann femínisma það versta sem komið hafi fyrir íslenskt samfélag, telur Druslugönguna ala á framhjáhaldi og að samfélagsmiðilinn Karlmennskan stuðli að bælingu á eðli karlmanna. Viðmið Birgis Fannars koma úr Biblíunni og telur hann að sannkristið fólk geti ekki beitt ofbeldi. Þessi þáttur er tilraun mín til samtals við einstakling sem er á öndverðum meiði við sjálfan mig og tilraun til að skilja hans sjónarmið. Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Veganbúðarinnar og The Body Shop. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson og Unnur Gísladóttir. Intro/outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli

Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

#42 No fuck­ing way - Hulda Tölgyes

„Ég er alveg hrædd við að viðurkenna að ég sé buguð í sumarfríi með börnunum mínum,“ segir Hulda
Jónsdóttir Tölgyes
sálfræðingur og móðir í samtali við maka sinn Þorstein V. Einarsson, þar sem
þau gera upp sumarfríið með börnunum sínum og ómeðvitaða ójafna skiptingu ábyrgðar í
foreldrahlutverkinu. Hið ósýnilega mental load, fjarverandi viðvera við morgunverðarborðið og ólíkar
kröfur og væntingar heimsins til mæðra og feðra eru umtalsefni 42. þáttar hlaðvarpsins Karlmennskan.

Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

#41 „Kynferðisofbeldi snýst oftast um vald en ekki kynlíf“ - Druslugangan, Inga Hrönn Jónsdóttir og Karitas M. Bjarkadóttir

Inga Hrönn Jónsdóttir og Karitas M. Bjarkadóttir úr skipulagsteymi Druslugöngunnar eru viðmælendur í þessum þætti í tilefni þess að Druslugangan verður farin í Reykjavík laugardaginn 24. júlí nk. Fyrirmynd viðburðarins er erlend, þar sem fyrsta druslugangan eða Slut Walk, var farin í Toronto í Kanada árið 2011 eftir að lögreglustjórinn þar í borg sagði að „konur ættu ekki að klæða sig eins og druslur ef þær vildu ekki verða fyrir kynferðisofbeldi“. Druslugangan er því mótmæli gegn menningu sem nærir ofbeldi og því viðhorfi að það sé þolendum ofbeldis um að kenna að verða fyrir ofbeldi. Einiger gangan, allavega á Íslandi, samstöðuviðburður með þolendum ofbeldis. Í ár verður sérstök áhersla á valdaójafnvægi og jaðarsetta einstaklinga sem vegna stöðu sinnar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir ofbeldi og hafa síður rödd til að tjá sig um það og ná fram réttlæti.

Druslugangan, kynferðisofbeldi, berskjölduð staða kvenna í vímuefnaneyslu gagnvart ofbeldi, meiðandi viðhorf, fordómar, andspyrna og byltingar eru umfjöllunarefni 41. hlaðvarpsþáttar Karlmennskunnar.


Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson (Karlmennskan)

Intro/outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli

Þátturinn er í boði Macland, Veganbúðarinnar  og The Body Shop.

Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

#40 „Ég er veg­an fyr­ir dýr­in“- Valli dord­ing­ull

„Ó þú ert vegan, þá er ég bara vegan líka“, segir Sigvaldi Ástríðarson, kallaður Valli dordingull, um ástæðu þess að hann varð vegan þegar hann sá að pönk fyrirmynd hans var vegan. Valli stofnaði dordingull.is fyrir 22 árum síðan, sem var grunnur þungarokks og pönkmenningar á Íslandi og selur brot- og borvélar í dag. Valli hefur verið vegan í 17 ár fyrir dýrin og var veganmanneskja fjölmiðla í „gamla daga“. Valli kannast því við margar mýtur sem fólk heldur fram um veganisma og hefur margoft fengið athugasemdir eða skot tengt veganismanum þótt fólki geri það sjaldan í dag. Hann kom að stofnun samtaka grænmetisæta á Íslandi, núna vegansamtakanna og hrinti Veganúar af stað enda telur hann bestu leiðina til að ginna fólk í veganisma í gegnum góðan mat. Í 40. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar ræðum við um veganisma, karlmennsku, dýravernd, mýtur um soja, umhverfi sem er andsúið veganisma, hvernig á að gera tófú bragðgott og hvernig fólk geti byrjað að stíga inn í veganismann hafi það áhuga á því. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Intro/outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli Þátturinn er í boði Macland, Veganbúðarinnar og The Body Shop.

Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

#39 „Hvað eig­um við að öskra þetta lengi!?“ - ÖFG­AR, Huld Hrund og Ólöf Tara

„Við ætlum að fella feðraveldið,“ segja Hulda Hrund og Ólöf Tara um markmið hins nýstofnaða femíníska aðgerðahóps ÖFGAR í samtali við Þorstein V. Einarsson í nýjasta hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar. Hópurinn hefur hleypt krafti í seinni eða aðra bylgju metoo með nafnlausum frásögnum tugi kvenna af kynferðisofbeldi og áreitni þjóðþekkts tónlistarmanns. Þá sendi hópurinn frá sér yfirlýsingu, ásamt AGN (aðgerðahópur gegn nauðgunarmenningu), til þjóðhátíðarnefndar þar sem þess var krafist að Ingólfur Þórarinsson yrði afbókaður til að stýra brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í 39. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar er orðræða fólks í athugasemdakerfum fréttamiðla um afbókun Ingólfs krufin, skyggnst á bakvið markmið hópsins ÖFGAR, rætt um styðjandi og mengandi kvenleika og því velt upp hvað þurfi til svo konum sem eru þolendur kynferðisofbeldis verði trúað og þær njóti stuðnings samfélagsins. Viðmælendur: f.h. Öfgar, Ólöf Tara og Hulda Hrund. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Intro/outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli Þátturinn er í boði Macland, Veganbúðarinnar og The Body Shop.

Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

#38 Guð gefi mér æðru­leysi - Kalli, Rót­in og Hörður

„Það er kannski ekkert valdeflandi þegar það er sagt við mann þegar maður er tvítugur að maður sé með ólæknandi heilasjúkdóm“ segir Kristín I. Pálsdóttir talskona og framkvæmdastjóri Rótarinnar í samtali við Hörð Ágústsson fyrrverandi meðlim AA samtakanna, Kalla (dulnefni) núverandi meðlim AA samtakanna og Þorstein V. Einarsson í hlaðvarpinu Karlmennskan. Ræða þau AA samtökin á gagnrýnin hátt byggt á eigin reynslu og rannsóknum sem sýnt hafa að fíknivandi er flóknari en svo að hann sé einungis líffræðilegur og megi lækna með trúarlegum leiðum. Hörður segist hafa getað sparað börnunum sínum og konu nokkur ár af þroti ef honum hefði strax verið bent á að leita aðstoðar sálfræðings og Kalli lýsir því hvernig AA samtökin virka, hvernig brugðist er við ofbeldi innan samtakanna og hvers vegna hann er búinn að vera viðloðandi samtökin frá tvítugsaldri. Þótt samtalið sé gagnrýnið á nálgun SÁÁ og AA samtökin telja þau öll að með gagnrýnum huga og fjölbreyttum leiðum til bata, geti félagsskapurinn hjálpað fólki að öðlast ágætis líf. Í 38. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar er rætt um AA samtökin, fíkn, áföll, ofbeldi og leiðir til bata við fíknivanda. Viðmælendur: Hörður Ágústsson, Kalli (dulnefni) og Kristín I. Pálsdóttir talskona og framkvæmdastjóri Rótarinnar. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Intro/outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli Þátturinn er í boði Macland, Veganbúðarinnar og The Body Shop.

Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

#37 „Það er ekk­ert til sem heit­ir hlut­leysi“ - Andri Freyr Við­ars­son og Anna Marsi­bil Clausen

„Við höfum bara ákveðið að hvítir karlkyns líkamar og þeirra vitund sé hlutlaus og það er marker sem við verðum að afbyggja, það að hvít karlmennska sé hlutleysi,“ segir Anna Marsý dagskrárgerðamaður hjá RÚV í samtali við Andra Frey Viðarsson dagskrárgerðamann hjá RÚV og Þorstein V. Einarsson. Skyggnst er á bakvið raddirnar sem hljóma reglulega í útvarpinu okkar, hver galdurinn er á bakvið góða hljóðmiðlun, rætt er um „hlutleysi“ og valdastöðu fjölmiðlafólks og óþægindin sem eru nauðsynleg gagnrýnu fólki. Þáttur númer 37 í hlaðvarpinu Karlmennskan er ekki um pólitískar skoðanir dagskrárgerðafólks á RÚV heldur um fjölmiðlun, hlutleysi og vald frá sjónarhorni og reynslu Andra Freys Viðarssonar og Önnu Marsibil Clausen.

Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson (Karlmennskan)

Intro/outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli

Þátturinn er í boði Macland, Veganbúðarinnar  og The Body Shop.


Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

#36 „Þótt við för­um ekki áfram með mál­ið þá þýð­ir það ekki að við trú­um þér ekki“ - Kol­brún Bene­dikts­dótt­ir

„Þótt við förum ekki áfram með málið þá þýðir það ekki að við trúum þér ekki,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, sem meðal annars sér um kynferðisbrotamál hjá embætti héraðssaksóknara. Hún hefur starfað í 16 ár hjá ákæruvaldinu og segir margt hafa breyst undanfarin ár meðal annars vegna gagnrýni á embættið. Nefnir hún sem dæmi að lögð hefur verið vinna í að bæta skýrslutökur því framburður er það sem ákæurvaldið liggur yfir til að meta sönnunarstöðuna og þá hefur þjónusta við brotaþola einnig verið bætt til dæmis með aukinni upplýsingagjöf og reynt að bæta upplifun fólks af kerfinu. Kolbrún tekur undir það að oft séu mál felld niður en gagnrýnir Landsrétt fyrir að lækka refsingar í kynferðisbrotamálum. Í 36. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar rekur Kolbrún Benediktsdóttir ákæruferlið, starfsemi og viðbrögð embættisins við háværri gagnrýni brotaþola og veitir innsýn í starf sitt sem varahéraðssaksóknari. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Intro/outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli Þátturinn er í boði Veganbúðarinnar og The Body Shop og var tekinn upp í stúdíó Macland.

Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

#35 „Tengsl­in skipta sköp­um í topplag­inu“ - Tinni Kári Jó­hann­es­son

„Tengslanetið er stór áhrifaþáttur á það hvaða feril þú ferð og hvaða tækifærum þú heyrir af eða færð og verður að starfi.“ segir Tinni Kári Jóhannesson ráðningarstjóri hjá Góðum samskiptum í spjalli um ráðningamál, tengslanet á vinnumarkaði, matsvillur og ráðningaferli. Tinni segir að tengslanet skipti miklu máli í tækifærum og framgangi í störfum og um 50% starfa fari aldrei í auglýsingu. Í ráðningaferlum vegna auglýstra starfa, segir Tinni, að gjarnan gæti á matsvillum þar sem t.d. konur og karlar eru metin ólíkt. Karlar spili oftar hæfni sína og reynslu upp á meðan konur dragi frekar úr en hitt. Ráðningaraðilar þurfi að vera meðvituð um matsvillurnar til að gæta réttmætis við ráðningar. Tinni gefur okkur innsýn í ráðningarmálin og veitir nokkur hagnýt ráð fyrir fólk sem er að fara í eða að framkvæma ráðningarviðtöl. Í 35. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar er fjallað um ráðningarmál, þróun ráðninga og hæfniskrafna, tengslanet, mikilvægi undirbúnings fyrir ráðningarviðtöl og leigubílstjóra sem slysaðist í viðtal á röngum forsendum.

Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson (Karlmennskan)

Intro/outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli

Þátturinn er í boði Macland, Veganbúðarinnar  og The Body Shop.


Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

#34 Fimm kíló­um frá því að vera ham­ingju­samur - Daní­el Gunn­ars­son og Skúli Geir­dal

„Að vera feitur og viðkvæmur í ofanálag þá er ég nú orðinn topplúði sko,“ segir Skúli Geirdal fjölmiðlamaður og lýsir gildismati og hugmyndum sem hann sjálfur upplifði sem ungur drengur. Skúli og Daníel Gunnarsson fyrrverandi smiður og verðandi meistaranemi í mannauðsstjórnun hafa upplifað fitufordóma á eigin skinni sem þeir ræddu opinskátt í 34. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar. Þeir höfðu báðir samband eftir þátt #29 um líkamsvirðingu drengja og karla, enda kom þar fram gagnrýni á fjarveru og þögn karla um fitufordóma og líkamsvirðingu. Þeir Skúli og Daníel fara yfir það hvernig holdafar skilgreindi sjálfsmynd og litaði reynsluheim þeirra á meiðandi og útilokandi hátt. Lýsa þeir hvernig það var að geta ekki fundið gallabuxur í sinni stærð því hún var hreinlega ekki til, vera óbeint ýtt út úr íþróttaæfingum sem ungir drengir og fá stöðugar athugasemdir um holdafarið. Þeir eru sannfærðir um að nauðsynlegt sé að vera meðvitaðir um að óraunhæfar staðalmyndir geta haft neikvæð áhrif á líkamsímynd drengja og fólk hætti að skilgreina feita út frá því að þeir séu feitir. Í 34. þætti í hlaðvarpinu Karlmennskan er rætt um fitufordóma, hamingjuna, líkamsímynd og sjálfsmynd drengja og karla.

Credit: Intro&outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli

Tekið upp í Stúdíó Macland

Þátturinn er í boði Veganbúðarinnar.

Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

#33 „Ég veit hvernig það er að vera á glergólf­inu“ - Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir

„Ég veit hvernig það er að vera á glergólfinu,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sem hefur komið af krafti inn í verkalýðsbaráttuna með róttækni og beittri gagnrýni á íslenska samfélagsgerð. Sólveig Anna segir að feðraveldið og kapítalisminn hafi í sameiningu skapað stigveldi sem haldi konum á botninum eins og hún þekkir af eigin skinni. „Það rann upp fyrir mér ljós þegar ég var búin að vinna í nokkur ár í leikskóla, svona hugljómunarmóment, að vera inni í þversögninni. Þar starfaði ég í kerfi sem er eitt það mikilvægasta í hinu mikla kvenfrelsi sem konur njóta, sem tryggir að þær geti að næstum fullu verið þátttakendur á vinnumarkaði með sama hætti og karlmenn. Ég er kona, næstum allt fólkið sem ég vinn með er konur samt erum við launalægstu manneskjurnar og eigum mest að fokka okkur. Og ef við mættum ekki í vinnuna myndi allt stoppa. Þetta er grunnurinn að minni femínísku gagnrýni á íslenskt samfélag og önnur arðránssamfélög,“ segir Sólveig Anna og lýsir nokkuð vel inntaki og umfjöllunarefni 33. hlaðvarpsþáttar Karlmennskunnar sem snertir á kapítalisma, arðráni, stéttaskiptingu, verkalýðsbaráttu og femínisma.

Credit: Intro&outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli

Tekið upp í Stúdíó Macland

Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

#32 Kerf­is­bund­ið of­beldi gegn kon­um og útlend­ing­um í „jafn­rétt­ispara­dís”? - Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir og Sara Man­sour

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Sara Mansour laganemi og aktívisti ræddu nýja bylgju metoo á Íslandi, lagarammann og réttarkerfið sem virðist ekki ná nógu vel utan um kynferðisbrot og ofbeldi í nánum samböndum og hvernig byltingar og hávær umræða hefur áhrif á löggjafann sem þó mætti hreyfa sig hraðar. Meginþungi 32. þáttar var þó á málefni fólks á flótta og frumvarp sem Áslaug Arna ber ábyrgð á, sem mannréttindasinnar eins og Sara Mansour hafa gagnrýnt hástöfum. Sara upplifir orð en ekki gjörðir og finnst vegið að réttindum alls flóttafólks með því að þrengja að heimild og skyldu stjórnvalda til að meta aðstæður fólks. Sara Mansour kallar eftir meiri umræðu um frumvarpið og réttindi fólks sem flýr aðstæður sínar og vonast til þess að löggjafinn taki betur utan um þarfir hælisleitenda og flóttafólks. Áslaug Arna stóð fyrir svörum, sagðist vilja gera vel, vilja bregðast við athugasemdum mannréttindasinna en færði rök fyrir því kerfi sem Ísland gengst undir í málefnum fólks á flótta. Sara og Áslaug Arna voru ekki sammála um margt en þó eitthvað.

Credit: Intro&outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli

Tekið upp í Stúdíó Macland

Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

#31 „Hann hefði mátt vita það“ - Hild­ur Fjóla Ant­ons­dótt­ir og Katrín Ólafs­dótt­ir

„Hvernig axlar maður ábyrgð á gjörðum sínum þegar það er engin forskrift til?“ segir Hildur Fjóla Antonsdóttir doktor í réttarfélagsfræði í spjalli við Katrínu Ólafsdóttur doktorsnema og Þorstein V. Einarsson í hlaðvarpinu Karlmennskan. Ræddu þau aðra bylgju metoo á Íslandi, mögulegt réttlæti fyrir þolendur kynferðisofbeldis og ofbeldis og hvernig gerendur geti mögulega tekið ábyrgð á gjörðum sínum. Þær eru sammála um að skýr krafa sé um ábyrgð gerenda og gerendameðvirkninni sé ögrað með kröftugum hætti. Pressa sé á karla sem beitt hafa ofbeldi um að gangast við gjörðum sínum en ekki eru fordæmi fyrir því hvernig þeir ættu að gera það enda brotin ólík og hugmyndir brotaþola um réttlæti ólíkar. Hildur Fjóla og Katrín telja nauðsynlegt að útfæra og efla fleiri leiðir en réttarkerfið til að mæta réttlæti brotaþola og fjölbreyttari meðferðarúrræði þurfi að vera til staðar fyrir gerendur. Í 20 ár hafi verið kallað eftir aukinni kynjafræði- og kynfræðslukennslu og önnur bylgja metoo undirstriki enn á ný þörf þess. Önnur bylgja metoo, ábyrgð gerenda, skrímslavæðing, réttlæti fyrir þolendur og mögulegar lausnir til framtíðar var umræðuefni 31. þáttar í hlaðvarpinu Karlmennskan.

Credit: Intro&outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli

Tekið upp í Stúdíó Macland

Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

#30 „Bros before hoes“ - Ein­ar Óm­ars og Sól­borg Guð­brands

„Ég fékk ekki spjall eða fræðslu um hvað væri markalaust og hvað ekki. Það var bara bros before hoes, high five á kviðmága og hversu mörg gígabæt af klámi voru á flakkaranum.” segir Einar Ómarsson í spjalli með Sólborgu Guðbrandsdóttir stofnanda Instagramsíðunnar Fávitar. Önnur bylgja metoo virðist hafin í kjölfar „slúðursagna” um ofbeldisbrot þjóðþekkts manns, sem Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður taldi eiga við um sig og sór af sér ásakanirnar í viðtali við sjálfan sig. Stuttu síðar tilkynnti lögfræðingur að hún hefði lagt fram kæru gegn Sölva, fyrir hönd tveggja kvenna. Einar og Sólborg reyndu að greina hvað er að gerast í samfélaginu, ræddu karlakúltúr, strákamenningu, skrímslavæðingu, gerendameðvirkni, klám, forréttindafirringu karla og sekt þeirra sem kunni að skýra ótta þeirra við að taka afstöðu með þolendum.

Credit: Intro&outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli

Tekið upp í Stúdíó Macland

Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

#29 Lík­ams­virð­ing drengja og karla - Elva Björk (Bod­kast­ið) og Erna Krist­ín (Ernu­land)

„Það er ekki eins samþykkt að strákar séu að segja frá átröskun eða segja frá því að þeim líki ekki vel við sig“ segja Elva Björk og Erna Kristín sem hafa lengi barist gegn fitufordómum og fyrir líkamsvirðingu. Í ljósi þess að fáir ef nokkur karlmaður er áberandi í umræðu um líkamsvirðingu drengja og karla, bað ég Elvu og Ernu um að svara því hverjar áskoranir drengja og karla eru og hvernig við, drengir og karlar, þurfum og getum tekið umræðu um líkamsvirðingu. Löngum hefur verið ljóst að margir drengir og karlar glíma við neikvæða líkamsímynd enda eru fyrirmyndir þeirra oft á tíðum að miðla óraunhæfum viðmiðum um útlit. Líkamsvirðing drengja og karla er viðfangsefni 29. þáttar í hlaðvarpinu Karlmennskan.

Intro/outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli.

Tekið upp í Stúdíó Macland.

Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

#28 „Þetta mun ekki breyt­ast af sjálfu sér“ - Ása Stein­ars­dótt­ir

„Þetta mun ekki breytast af sjálfu sér“, segir Ása Steinarsdóttir sem er komin með nóg af kynjamisrétti og úreltum birtingamyndum kvenna í auglýsingaefni. Hún hefur ákveðið að taka slaginn enda með 700 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlum og skapað sér nafn innan ævintýra- og ljósmyndageirans. Ása er ein sú stærsta af örfáum konum í Evrópu sem starfa við efnissköpun á samfélagsmiðlum og hraðast vaxandi kvenkyns ljósmyndarinn. Stofnaði Ása fyrirtækið Bell Collective, sem er samfélag fyrir kvenkyns ljósmyndara og efnisskapara en með því vill Ása brjóta upp staðalmyndina um að konur þurfi að ná árangri út á útlitið. Í 28. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar gefur Ása Steinarsdóttir innsýn í karllægni auglýsingabransans, hvað þurfi að breytast og hvernig hún vill vera fyrirmynd fyrir konur sem hafa áhuga á ljósmyndun.

Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

#27 Ónýt­asta ráð­ið er „ekki fara ósátt að sofa“ - Ólaf­ur Grét­ar Gunn­ars­son

„Ónýtasta ráðið þarna út er „ekki fara ósátt að sofa“,“ segir Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi, sem hefur starfað lengi með verðandi og nýbökuðum feðrum. Ólafur Grétar starfar einnig á geðsviði Landspítalans. Hann brennur fyrir því að „þegar karlar eru að verða pabbar í fyrsta sinn að þeir fái að njóta þess eins mikið og lífið bíður upp á“. Hann segir að það hafi aldrei verið eins góð tækifæri til þess og á þeim tímum sem við lifum í dag.

Read More