Við ögrum staðalmyndum
Við erum mun fjölbreyttari og ólíkari en staðalmyndir um drengi og karla og ráðandi karlmennskuhugmyndir gefa til kynna. Staðalmyndir eru einfaldaðar, alhæfandi og takmarkandi hugmyndir sem hafa áhrif á tækifæri, lífsgæði og sjálfsmynd okkar. Staðalmyndirnar ná til hegðunar, viðhorfa, útlits, námsvals, starfsvals, líkamsvaxtar og geta komið í veg fyrir að við þorum að leita okkur hjálpar ef við verðum fyrir ofbeldi eða áföllum. Þá geta staðalmyndir haft áhrif á frammistöðu okkur t.d. í námi og íþróttum.
Staðalmyndir eru nátengdar fordómum sem viðhalda mismunun og misrétti, eru stýrandi og geta átt þátt í ofbeldi t.d. gegn fólki vegna húðlitar, trúar eða kynhneigðar. Staðalmyndir næra fordóma gegn t.d. hinsegin fólki, feitu fólki, fólki með fötlun og brúnu og svörtu fólki.
Jákvæð karlmennska er afstaða gegn alhæfandi, fordómafullum og útilokandi staðalmyndum. Við getum stutt við jafnrétti, mannréttindi og frelsi okkar með því að ögra ríkjandi staðalmyndum um drengi og karla.
Teikning: Herdill
Útlitshönnun: Bergþóra Jónsdóttir
Ítarefni:
https://otila.is/vidhorf/stadlar/stadalmyndir/
https://menntastefna.is/wp-content/uploads/2020/02/Sta%C3%B0almyndir_punktar-fyrir-kennara.pdf
Hvernig staðalmyndir geta haft áhrif á frammistöðu (Sex and cognition: gender and cognitive functions) https://doi.org/10.1016/j.conb.2016.02.007
Skýrsa Reykjavíkurborgar um hvernig má vinna gegn hamlandi staðalmyndum í lífi barna:
https://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/ut_fyrir_boxid.pdf