Við erum með allskonar líkama

Við eigum ekki að þurfa að uppfylla þröng og ósanngjörn viðmið um líkamlegt útlit til að mega elska líkama okkar eða vera sátta í eigin skinni. Margir okkar hafa fengið óumbeðnar athugasemdir um holdafar sitt, ýmist fyrir að vera of grannir, of feitir, ekki nógu hávaxnir eða hafa upplifað sig minni menn fyrir vaxtalag eða typpastærð.

Staðalmyndir um líkama og líkamshluta karlkyns einstaklinga fylgja ráðandi karlmennskuhugmyndum sem geta valdið okkur vanlíðan, skömm og ógnað hreinlega heilsu okkar. Það er óraunhæft og ósanngjarnt að þurfa að uppfylla þröngt viðmið um æskilegan líkama til að upplifa okkur í lagi eða samþykkta af samfélaginu. 

Jákvæð karlmennska krefur okkur ekki um að fylgja óraunhæfum útlitsstöðlum heldur veitir okkur rými til að vera allskonar. Við megum vera með brjóst, minna typpi en einhver annar, bumbu, síðuspik, hafa fitnað, vera grannir, með stórt nef, lítil læri, stórar mjaðmir eða litla kálfa. Við erum með allskonar líkama og við eigum að mega það.

Teikning: Auður (daudurart)

Útlitshönnun: Bergþóra Jónsdóttir

Previous
Previous

Við tökum jafna ábyrgð á heimilis- og fjölskyldulífinu (mental load)

Next
Next

Við ögrum staðalmyndum