ÁBYRGÐ KARLA Á HEIMILI OG UPPELDI LYKILÞÁTTUR Í JAFNRÉTTISBARÁTTUNNI

Íhaldsamar karlmennskuhugmyndir eru hindrun í vegi jafnréttis, hamingju í parasamböndum og töku fæðingarorlofs feðra. Niðurstöður rannsóknar á vegum norrænu ráðherranefndarinnar sýna að hamingja í gagnkynja samböndum tengist ábyrgð karla á uppeldi, heimilistörfum og viðveru á heimili. Niðurstöðurnar byggja á svörum 3099 feðra og 1646 mæðra sem hafa tekið fæðingarorlof frá öllum norðurlöndunum.

🙅Þótt það ætti að vera sjálfsagt og eðlilegt að fólk sem deilir lífi sínu saman taki jafna ábyrgð á uppeldi og heimilishaldi þá er það sjaldan raunin, einkum í gagnkynja samböndum. Niðurstöður rannsóknarinnar undirstrika mikilvægi þess að við forðumst kynjagildrur (hefðbundin kynhlutverkamynstur) og karlar taki ábyrgð í því samhengi.

👉Tel þessar niðurstöður undirstrika enn frekar mikilvægi þess að hreyfa við viðteknum karlmennskuhugmyndum. Það er betra fyrir börnin, heimilið, sambandið og karlana sjálfa.

📸Myndirnar eru teknar upp úr skýrslunni og sömuleiðis textinn í fljótfærnislegri þýðingu minni.

Previous
Previous

ÞAÐ ER 100% Í LAGI AÐ VERA EKKI ALLTAF 100%

Next
Next

ÞURFA MENN KANNSKI BARA AÐ VERA DUGLEGRI VIÐ AÐ AXLA ÁBYRGÐ?