ÞAÐ ER 100% Í LAGI AÐ VERA EKKI ALLTAF 100%

Jól, áramót og tímamót geta reynst sumum erfið. Það er fullkomlega eðlilegt að vera ekki hoppandi hress og kátur eða geta ekki notið, eins og sumir virðast gera.


Sumir upplifa hins vegar það yfirgnæfandi svartnætti, sem triggerast á svona tímum, að engin leið virðist út. Fyrir þá skiptir miklu máli að vita og muna að engar tilfinningar eru varanlegar. Tilfinningar eru svolítið eins og veðrið á Íslandi, koma og fara. Ólíkt veðrinu þá er hægt að hafa bein áhrif á líðanina en það veltur allt á því hvað þú GERIR. Stundum snýst þetta líka um að þola við í vanlíðan, minna sig á að það versta líður hjá. Eða leita sér aðstoðar hjá fagfólki.

Tips til að díla við vanlíðan og þungar hugsanir:
🔀Gerðu öfugt við það sem þig langar.
🆙Farðu út þó þú sért ekki í stuði
💬Talaðu við einhvern þótt þig langi alls ekki.

👉Það versta sem við gerum í mikilli vanlíðan er að vera vanvirk og einangra okkur frá öðrum. Þú ert aldrei einn og það er alltaf von!

🎨Mynd eftir @elinelisabete (upprunalega fyrir @gedfraedsla )
✍️Texti eftir @karlmennskan

(Birt á Instagram 22. desember 2019)

Screenshot 2019-12-29 at 23.18.44.png
Screenshot 2019-12-29 at 23.18.55.png
Previous
Previous

SAMFÉLAGSSJÓÐUR LANDSBANKANS STYRKIR KARLMENNSKUNA

Next
Next

ÁBYRGÐ KARLA Á HEIMILI OG UPPELDI LYKILÞÁTTUR Í JAFNRÉTTISBARÁTTUNNI