Karlmennskan á Stundinni
Karlmennskan og Stundin framleiddu í sameiningu þætti um karlmennsku og tengd viðfangsefni. Framleiddir voru fjórir þættir ásamt því sem Þorsteinn V. skrifaði nokkra pistla fyrir Stundina. Hér má nálgast linka á þættina og pistlana sem skrifaðir voru fyrir Stundina:
Þáttur 4 (Völd) + Pistill (Typpin á toppnum)
Karlar stjórna langflestum stærstu fyrirækja landsins, forstjórar og hæstaréttardómarar eru að 90% hluta karlar og karlmenn stýra stærstu fjármagnssjóðum landsins skv. úttekt Kjarnans í maí 2018. Í þessum þætti og pistli er rýnt í völd og hvað geti mögulega skýrt þennan sýnileika karlmanna í æðstu áhrifastöðum? Viðmælendur eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Gyða Margrét Pétursdóttir dósent í kynjafræði við Háskóla Íslands og Andrés Jónsson almannatengill.
Þáttur 3 (Reiðir menn) + Pistill (Reiðir menn hlusta ekki)
Umræðan um karlmennsku og jafnréttismál reitir suma menn til reiði. Í þessum þriðja þætti verður reynt að komast að því hvað vekur helst upp reiði, hvaða sjónarmið liggja þar til grundvallar og hvort mögulegt sé að brúa ólík sjónarmið. Máni Pétursson, Sólborg Guðbrandsóttir og Bergur Ebbi sitja fyrir svörum.
Þáttur 2 (Að vera alvöru maður) + Pistill (Er karlmennskan kannski ónýt?)
Hugtakið karlmennska elur af sér óraunhæfar, ósanngjarnar og stundum skaðlegar hugmyndir sem grundvallast á því að vera ekki kona, ekki kvenlegur, og grundvallast þannig á kvenfyrirlitningu.
Þáttur 1 (Karlremba verður femínisti)
Hvað gerðist til þess að forréttindafirrtur fótboltastrákur varð femínískur aktivisti? Þátturinn fjallar um naglalakk sem breytti lífi Þorsteins og leiddi hann inn á brautir karlmennskuhugmynda.
Sjá alla pistla og þætti á eftirfarandi slóð: https://stundin.is/greinarod/karlmennskan/