VefTV Karlmennskunnar - með Stundinni

Karlmennskan framleiddi fimm stutta vefsjónvarpsþætti sem birtir voru á vef Stundarinnar (stundin.is) á haustmánuðum 2020. Samhliða vefþátttunum voru birtir jafn margir hlaðvarpsþættir (podcast) á helstu hlaðvarpsveitum (Spotify, Podcasts o.fl.) með ítarlegri umfjöllun um málefni þátttanna.

Umsjón með þáttunum hafði Þorsteinn V. Einarsson (@karlmennskan), hljóð-,upptaka og klipping var í höndum Davíðs Þórs Guðlaugsson (Stundin) en verkefnið var styrkt af samfélagssjóði Landsbankans, Jafnréttissjóði Íslands og Vegabúðarinnar.

Alla þættina má finna á eftirfarandi slóð: https://stundin.is/thaettir/karlmennskan/

1. eðli karla

Eðlishyggja og félagsmótun, hvernig kyn öðlast merkingu fyrst og fremst í gegnum umhverfi og félagsmótun.

2. karlar og tilfinningar

Skömm, sorg og sálfræðingar. Tveir sálfræðingar útskýra tilfinningar og tveir karlar lýsa glímu sinni við sorgina.

3. Feður og jafnrétti

Foreldrahlutverkið og íhaldssöm orðræða sem hindrar framgang jafnréttis í íslensku samfélagi.

4. nafnlausu skrímslin

Nauðgunarmenning, skrímslavæðing og gerendur ofbeldis.

5. klám

Klám, kynferðisofbeldi og klámvæðing, hvernig mörkin á milli kynlífs og ofbeldis hafa afmást.