ÁRIÐ 2019 Á INSTAGRAM - TÖLFRÆÐIUPPGJÖR
Frásögn sem fangaði mestu athyglina árið 2019
Ég tók saman smá tölfræði um dreifinguna á póstum sem ég hef sett inn á Instagram á árinu 2019. Margir póstar voru reyndar að dreifast mjög svipað eða ná svipuðu reach-i eða í kringum 10-14 k.
Frásögn af viðreynslu með virðingu
Vinsælasti póstur ársins eða sá sem náði til flestra (mest reach) var frásögn stráks sem deildi því með okkur hvernig hann hafði skipulagt eigið sjálfsvíg. Átakanleg frásögn sem hreyfði svo sannarlega við mörgum og varð vonandi einhverjum hvatning til að opna á eigin vanlíðan.
Pósturinn sem fékk næst mestu dreifinguna var líka frásögn en af allt öðrum toga. Hún var frásögn konu sem lýsti jákvæðri reynslu sinni af viðreynslu ungs manns á skemmtistað í Reykjavík. Frásögn sem ætti nú kannski ekki að vera neitt sérlega eftirtekarverð en í ljósi umræðunnar, gagnrýni á karlmennsku og áreitni og ofbeldi karla gegn konum þá vakti frásögnin athygli.
Þriðji mest víðföruli pósturinn fjallaði um það að strákar geti líka orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum ásamt nokkrum einkennum og dæmum um ofbeldi. Leyfi þeim pósti að enda þetta stutta tölfræðiuppgjör á Instagram-ári Karlmennskunnar 2019.