Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

„Rangar sakargiftir eru ekki algengari í kynferðisbrotamálum en öðrum brotaflokkum“

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari er viðmælandi í nýjasta hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar þar sem hún fer yfir ákæruferli í kynferðisbrotum, gagnrýnir Landsrétt fyrir að lækka refsingar og útskýrir hvað skýri það að sum mál séu felld niður. „Ég get ekki leyft mér að vera handviss um eitthvað mál, því ég trúi þessari en ekki þessum. Og samkvæmt lögum þá hefur ákæruvaldið hlutlægnisskyldu. Erum að reyna að láta hið sanna koma í ljós. Getum alltaf spurt okkur hvar þessi mörk eigi að liggja, þurfum við að vera 50% viss um sakfellingu eða 95% viss til að fara áfram með málið. Það er engin ríkislína [...] Við erum með 70-75% sakfellingarhlutfall í kynferðisbrotum og það er ágætt. Ef það væri 100% þá værum við ekki að láta reyna á nægjanlega mörg mál“.

Kolbrún hefur starfað í 16 ár hjá ákæruvaldinu og telur margt hafa breyst á þeim tíma meðal annars vegna háværrar gagnrýni brotaþola. „Það er mjög gott þegar fólk lætur vita hvernig það er að fara í gegnum kerfið. „Þetta er rosalega langur tími, fékk aldrei upplýsingar, beið í tvö ár eftir að búið væri að afgreiða málið mitt og hvað gerðist svo? Ég fékk sent eitthvað bréf heim. Ég fékk aldrei samtalið“. Þetta er gagnrýnin sem leiddi til þess að við tókum upp nýtt verklag“. Þó segir Kolbrún að ákæruvaldið megi ekki sveiflast um of með tíðarandanum og láta umfjöllun fjölmiðla stýra vinnulagi, þótt hún viðurkenni að það hafi vissulega áhrif.

Þegar hávær umræða er um kynferðisbrot fljóta ýmsar mýtur upp á yfirborðið. Ein þessara mýta er að falskar ásakanir séu svo algengar að karlmenn þurfi hreinlega að hafa varann á sér. Kolbrún telur falskar ásakanir eða rangar sakargiftir ekki vera algengari í kynferðisbrotamálum en í öðrum brotaflokkum. „Við höfum nokkra dóma þar sem hefur verið ákært fyrir rangar sakargifir í tengslum við kynferðisbrot. [...] Við höfum alveg dæmi um að einhver er kærður fyrir nauðgun, málið er fellt niður og í kjölfarið kemur þá kæra á móti fyrir rangar sakargiftir [...] Rannsóknir sýna að rangar sakargiftir eru ekki algengari í kynferðisbrotamálum en öðrum brotaflokkum. Alls ekki.“

Hlustaðu á 36. þátt hlaðvarpsins Karlmennskan á Spotify eða Podcast. Þátturinn er í boði Veganbúðarinnar og The Body Shop og er tekinn upp í stúdíó Macland.

Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

Jákvæð karlmennska styður jafnrétti og frelsi karla

Ísland stendur framarlega í jafnréttismálum [1] og ungir karlar eru opnir fyrir breytingum á samfélagsgerðinni [2]. Enn ríkir þó kynbundið misrétti [3, 4] og merki eru um að íhaldssamar ráðandi karlmennskuhugmyndir takmarki lífsgæði og tækifæri karla og drengja [5, 6]. Segja má að áhrifamáttur líffræði og kynfæra á reynsluheim karla og kvenna sé ofmetinn, því mesta skýringin á því hvernig fólk hugsar og hegðar sér er vegna utanaðkomandi áhrifa [7]. Hið félagslega umhverfi (menning, venjur, siðir, hefðir og hugmyndir okkar um kyn) hefur því mestu áhrifin á hugsun okkar og hegðun. Þetta samrýmist sjónarmiðum fræðafólks í kynjafræði, sagnfræði, mannfræði, heimspeki, sálfræði og víðar. Hér er ekki um nýjar fréttir að ræða eða byltingarkennd sjónarmið en þó mikilvæg til að undirstrika að þeim hugmyndum og viðmiðum um karlmennsku sem hafa neikvæð áhrif á karla og samfélagið, er hægt að breyta til betri vegar.

Karlmennskuhugmyndir breytast reglulega

Sá farvegur sem hefur mótað íslenskt samfélag, og okkur sem einstaklinga, er djúpt kynjaður og skerðir og takmarkar lífsgæði okkar. Þær undirliggjandi hugmyndir að karlar séu rétthærri en konur, þeir séu í „eðli sínu“ hæfari og sterkari á flestum sviðum og sú hugmynd að jafnrétti hafi verið náð þó að svo sé ekki, dregur úr hvata karla til að taka þátt í jafnréttisbaráttu í umhverfi sínu. Kynjaður farvegur birtist í hegðun og viðhorfum drengja og karla t.d. gagnvart kynlífi, að þeir hafi tilkall til kynlífs. Það er ekki síst vegna þess að klám hefur gert mörkin milli kynlífs og ofbeldis óljós sem starfsfólk Stígamóta þekkja vel. Ráðandi karlmennska [8] ber þau einkenni að kvenleiki í fari, viðhorfum, útliti eða hegðun karla geri þá að síðri körlum. Afleiðingar þess eru þekktar og hefur UN Women á Íslandi með ýmsum hætti barist fyrir vitundarvakningu, ábyrgri afstöðu og þátttöku karla í jafnréttismálum.

Tilfinningar og geðrænn vandi hafa löngum verið feimnismál og eitthvað sem ekki hefur verið talið hæfa körlum að tala opinskátt um. Tilfinningar og tjáning þeirra hefur verið kennd við kvenleika og séð sem veikleiki meðal karla. Karlar bæla því niður tilfinningar sínar, fela vanlíðan og burðast einir með þjáningar sínar og áföll [5]. Slíkar hugmyndir eru einmitt eitt versta meðalið við alvarlegu þunglyndi og sjálfsskaða hugsunum [9] sem koma í veg fyrir að karlar og drengir treysti sér til að opna á slíkar tilfinningar og hugsanir. Ráðandi karlmennskuhugmyndir veita körlum og drengjum ekki hvatningu til að leita sér hjálpar við slíku ástandi sem meðal annars kann að skýra háa tíðni á sjálfsvígum ungra karla og annan vanda sem drengir glíma við.

Það er aðkallandi að hafa áhrif á ráðandi karlmennskuhugmyndir sem bitna á samfélagi og fólki. Að breyta samfélagslega rótgrónum hugmyndum um karlmennsku krefst mikils af einstaklingum og stofnunum en við höfum samt oft séð þær taka breytingum. Þess vegna getum við skapað jákvæðari, uppbyggilegri og gagnlegri karlmennsku frekari sess í íslensku samfélagi með samheldnu átaki. Átaki sem þó verður ekki unnið á skömmum tíma, heldur skref fyrir skref í átt að auknu jafnrétti, fyrir auknum lífsgæðum og tækifærum alls fólks.

Jákvæð karlmennska

Karlar og drengir geta tileinkað sér jákvæða karlmennsku og þar með hafnað ráðandi karlmennskuhugmyndum og afleiðingum þeirra. Jákvæð karlmennska grundvallast á virðingu, mennsku og jafnrétti og lærist í gegnum félagsmótun líkt og önnur karlmennska. Jákvæð karlmennska felur í sér ábyrg viðhorf, lífsgildi og hegðun meðal drengja og karla sem hefur jákvæðar afleiðingar fyrir þá sjálfa og umhverfið sem þeir eru hluti af [10]. Með öðrum orðum vinnur jákvæð karlmennska gegn neikvæðum áhrifum samfélagslega ráðandi staðalímyndum um karla og drengi. 

Jákvæð karlmennska er því sú tegund karlmennsku sem stuðlar að jafnrétti milli kynja, karlmennsku og kvenleika, og í raun meiri mennsku. Jákvæð karlmennska ber ekki með sér kynjuð valdatengsl feðraveldis karlmennsku og er því styðjandi við jafnrétti. Slík tegund karlmennsku getur haft víðtæk jákvæð áhrif í samfélagslegu samhengi [11].


Sameiginlegt átaksverkefni

Átaksverkefnið og vitundarvakningin Jákvæð karlmennska er á vegum samfélagsmiðilsins og hreyfiaflsverkefnisins Karlmennskan og er unnið með styrk úr jafnréttissjóði Íslands. Karlmennskan hefur tekið höndum saman við Stígamót, UN Women á Íslandi, Píeta samtökin og námsbraut í kynjafræði í Háskóla Íslands um að vekja athygli á hvernig jákvæð karlmennska getur breytt íslensku samfélagi og veitt körlum, drengjum, konum, stúlkum og mörgum öðrum aukin lífsgæði, frelsi og tækifæri. Markmiðið er að sýna fram á hvernig jákvæð karlmennska getur afmáð valdatengsl milli kvenleika og karlmennsku, dregið úr valdatengslum karla og drengja  á milli og bætt lífsgæði þeirra og annarra.


HEIMILDIR

1 World Economic Forum. (2020). Global Gender Gap Report 2020. Sótt af https://www.weforum.org/reports/gender-gap-2020-report-100-years-pay-equality 

2 Ásta Jóhannsdóttir og Ingólfur V. Gíslason. (2018). Young Icelandic Men’s Perception of Masculinities. 

doi: 10.1177/1060826517711161

3 Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir. (2019). Ábyrgar konur og sjúkir karlar. https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/49/40 

4 Hagstofan. (2019). Óleiðréttur launamunur. https://hagstofa.is/utgafur/frettasafn/laun-og-tekjur/oleidrettur-launamunur-kynjanna-2019/

5 Þorsteinn V. Einarsson (2020). Karlmennska, karlar og jafnrétti. [Óbirt M.A.-ritgerð] https://skemman.is/bitstream/1946/35193/1/Lokaritger%c3%b0%20M.A.%20%c3%9eorsteinn%20V.%20%23karlmennskan.pdf 

6 Jón Ingvar Kjaran og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (2016). Masculinity strategies of young queer men as queer capital. https://doi.org/10.1080/18902138.2016.1143274 .

7 Janet S. Hyde. (2016). Sex and cognition: gender and cognitive functions.

https://doi.org/10.1016/j.conb.2016.02.00


8 Connell og Messerschmidt. (2005). Hegemonic masculinity, rethinking the concept. 

DOI: 10.1177/0891243205278639 

9 Tómas Kristjánsson sálfræðingur  í viðtalsþættinum Karlmennskan. (2021). https://hringbraut.frettabladid.is/sjonvarp/karlmennskan/thattur-4-thunglyndi-og-sjalfsvig/ 

10 Úr jákvæðri sálfræði; Masculinity in the Midst of Mindfulness: Exploring the Gendered Experiences of At-risk Adolescent Boys. (2018)  https://doi.org/10.1177/1097184X18756709 

11 Messerschmidt, J. W. (2017). Masculinities and Femicide.

(Enginn linkur, Qualitative Sociology Review . 7/31/2017, Vol. 13 Issue 3, p70-79. 10p)


Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

VefTV Karlmennskunnar - með Stundinni

Karlmennskan framleiddi fimm stutta vefsjónvarpsþætti sem birtir voru á vef Stundarinnar (stundin.is) á haustmánuðum 2020. Samhliða vefþátttunum voru birtir jafn margir hlaðvarpsþættir (podcast) á helstu hlaðvarpsveitum (Spotify, Podcasts o.fl.) með ítarlegri umfjöllun um málefni þátttanna.

Umsjón með þáttunum hafði Þorsteinn V. Einarsson (@karlmennskan), hljóð-,upptaka og klipping var í höndum Davíðs Þórs Guðlaugsson (Stundin) en verkefnið var styrkt af samfélagssjóði Landsbankans, Jafnréttissjóði Íslands og Vegabúðarinnar.

Alla þættina má finna á eftirfarandi slóð: https://stundin.is/thaettir/karlmennskan/

1. eðli karla

Eðlishyggja og félagsmótun, hvernig kyn öðlast merkingu fyrst og fremst í gegnum umhverfi og félagsmótun.

2. karlar og tilfinningar

Skömm, sorg og sálfræðingar. Tveir sálfræðingar útskýra tilfinningar og tveir karlar lýsa glímu sinni við sorgina.

3. Feður og jafnrétti

Foreldrahlutverkið og íhaldssöm orðræða sem hindrar framgang jafnréttis í íslensku samfélagi.

4. nafnlausu skrímslin

Nauðgunarmenning, skrímslavæðing og gerendur ofbeldis.

5. klám

Klám, kynferðisofbeldi og klámvæðing, hvernig mörkin á milli kynlífs og ofbeldis hafa afmást.

 
Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

ÁRIÐ 2019 Á INSTAGRAM - TÖLFRÆÐIUPPGJÖR

Frásögn sem fangaði mestu athyglina árið 2019

Ég tók saman smá tölfræði um dreifinguna á póstum sem ég hef sett inn á Instagram á árinu 2019. Margir póstar voru reyndar að dreifast mjög svipað eða ná svipuðu reach-i eða í kringum 10-14 k.

Frásögn af viðreynslu með virðingu

Vinsælasti póstur ársins eða sá sem náði til flestra (mest reach) var frásögn stráks sem deildi því með okkur hvernig hann hafði skipulagt eigið sjálfsvíg. Átakanleg frásögn sem hreyfði svo sannarlega við mörgum og varð vonandi einhverjum hvatning til að opna á eigin vanlíðan.

Pósturinn sem fékk næst mestu dreifinguna var líka frásögn en af allt öðrum toga. Hún var frásögn konu sem lýsti jákvæðri reynslu sinni af viðreynslu ungs manns á skemmtistað í Reykjavík. Frásögn sem ætti nú kannski ekki að vera neitt sérlega eftirtekarverð en í ljósi umræðunnar, gagnrýni á karlmennsku og áreitni og ofbeldi karla gegn konum þá vakti frásögnin athygli.

Þriðji mest víðföruli pósturinn fjallaði um það að strákar geti líka orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum ásamt nokkrum einkennum og dæmum um ofbeldi. Leyfi þeim pósti að enda þetta stutta tölfræðiuppgjör á Instagram-ári Karlmennskunnar 2019.

Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

SAMFÉLAGSSJÓÐUR LANDSBANKANS STYRKIR KARLMENNSKUNA

Karlmennskan fékk 500.000 kr. styrk úr samfélagssjóði Landsbankans til framleiðslu á vefsjónvarpsþáttum. Vefsjónvarpsþætti sem fjalla um málefni er varðar karlmenn og karlmennskuhugmyndir. Markmiðið er að varpa ljósi á áhrif þessara hugmynda á stöðu drengja og karla á nokkrum sviðum.


Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

ÞAÐ ER 100% Í LAGI AÐ VERA EKKI ALLTAF 100%

Jól, áramót og tímamót geta reynst sumum erfið. Það er fullkomlega eðlilegt að vera ekki hoppandi hress og kátur eða geta ekki notið, eins og sumir virðast gera.


Sumir upplifa hins vegar það yfirgnæfandi svartnætti, sem triggerast á svona tímum, að engin leið virðist út. Fyrir þá skiptir miklu máli að vita og muna að engar tilfinningar eru varanlegar. Tilfinningar eru svolítið eins og veðrið á Íslandi, koma og fara. Ólíkt veðrinu þá er hægt að hafa bein áhrif á líðanina en það veltur allt á því hvað þú GERIR. Stundum snýst þetta líka um að þola við í vanlíðan, minna sig á að það versta líður hjá. Eða leita sér aðstoðar hjá fagfólki.

Tips til að díla við vanlíðan og þungar hugsanir:
🔀Gerðu öfugt við það sem þig langar.
🆙Farðu út þó þú sért ekki í stuði
💬Talaðu við einhvern þótt þig langi alls ekki.

👉Það versta sem við gerum í mikilli vanlíðan er að vera vanvirk og einangra okkur frá öðrum. Þú ert aldrei einn og það er alltaf von!

🎨Mynd eftir @elinelisabete (upprunalega fyrir @gedfraedsla )
✍️Texti eftir @karlmennskan

(Birt á Instagram 22. desember 2019)

Screenshot 2019-12-29 at 23.18.44.png
Screenshot 2019-12-29 at 23.18.55.png
Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

ÁBYRGÐ KARLA Á HEIMILI OG UPPELDI LYKILÞÁTTUR Í JAFNRÉTTISBARÁTTUNNI

Íhaldsamar karlmennskuhugmyndir eru hindrun í vegi jafnréttis, hamingju í parasamböndum og töku fæðingarorlofs feðra. Niðurstöður rannsóknar á vegum norrænu ráðherranefndarinnar sýna að hamingja í gagnkynja samböndum tengist ábyrgð karla á uppeldi, heimilistörfum og viðveru á heimili. Niðurstöðurnar byggja á svörum 3099 feðra og 1646 mæðra sem hafa tekið fæðingarorlof frá öllum norðurlöndunum.

🙅Þótt það ætti að vera sjálfsagt og eðlilegt að fólk sem deilir lífi sínu saman taki jafna ábyrgð á uppeldi og heimilishaldi þá er það sjaldan raunin, einkum í gagnkynja samböndum. Niðurstöður rannsóknarinnar undirstrika mikilvægi þess að við forðumst kynjagildrur (hefðbundin kynhlutverkamynstur) og karlar taki ábyrgð í því samhengi.

👉Tel þessar niðurstöður undirstrika enn frekar mikilvægi þess að hreyfa við viðteknum karlmennskuhugmyndum. Það er betra fyrir börnin, heimilið, sambandið og karlana sjálfa.

📸Myndirnar eru teknar upp úr skýrslunni og sömuleiðis textinn í fljótfærnislegri þýðingu minni.

Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

ÞURFA MENN KANNSKI BARA AÐ VERA DUGLEGRI VIÐ AÐ AXLA ÁBYRGÐ?

Mynd eftir Unu Hallgrímsdóttur

Konur eru oft krafðar um að breytast til að laga sig að alls konar samfélagslegum kröfum eða kerfisgöllum. Konur þurfi bara að vera duglegri að sækja um stjórnunarstöður til að fá þær.
Konur þurfi bara að vera duglegri að biðja mennina sína um að hjálpa til við heimilisverkin svo þær þurfi ekki að sjá um þetta allt einar. Vera ákveðnari, harðari í samningagerð eða almennt meira eins og kallakallar til að njóta vegs og virðingar.

En gæti verið að það séum við, karlar, sem þurfum að breyta okkur?

Ég velti því fyrir mér hvort að djúp vanvirðing karlmanna fyrir tíma, geðheilsu kvenna og álaginu sem þær eru undir – með því að taka ekki hugrænu byrðina* af ólaunuðum störfum heimilishaldsins – kunni að spila hlutverk í því hversu fáar konur eru stjórnendur. Hvort að hundurinn liggi grafinn inni á okkar eigin heimili?

KONUR MEÐ LENGSTA HEILDARVINNUTÍMANN

Rannsóknir sýna ítrekað fram á að konur sinna uppeldi barna, umönnun og heimilisstörfum frekar en karlar. Ójafna skiptingu á umönnunarábyrgð telur fólk vera samkomulag, en ekki að það halli á annað hvort.

Ég velti fyrir mér hvort að fólk viti af því að konur í fullri vinnu með börn og mann eiga lengsta heildarvinnutímann (launavinna, ólaunuð umönnunarstörf, heimilisverk og barnauppeldi). Næst lengsta heildarvinnutímann eiga einstæðar mæður í fullu starfi.

Það virðist því vera aukin vinna fyrir konur að eiga mann. Enda verja karlar þriðjungi minni tíma við heimilistörf en konur. Jafnvel atvinnulausir karlar verja ekki jafn miklum tíma og konur að meðaltali í heimilisstörf. Fyrir utan hina augljósu vanvirðingu og ábyrgðafirringu karla á heimilisstörfum, þá sýna rannsóknir að sú mikla ábyrgð sem konur bera á heimilisstörfum og uppeldi geti haft áhrif á möguleika þeirra til starfsframa.

HLUTFALL KVENNA Í ÆÐSTU STJÓRNENDENDASTÖÐUM

Í þessu ljósi er áhugavert að skoða hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja og í störfum æðstu stjórnenda samkvæmt skýrslu félags- og jafnréttismálaráðherra frá 2018 um stöðu og þróun jafnréttismála 2015-2017. Konur voru að meðaltali einungis 16 % stjórnarmanna í fyrirtækjum á Íslandi árið 2008, 24% árið 2012 (skömmu eftir lagasetningu um jafnari hlutföll) og 34% árið 2016. Þróunin virðist því vera í átt til jafnræðis, sérstaklega eftir lagasetningu um lágmarkshlutfall kvenna (eða karla) í stjórnum.

Mynd eftir Unu Hallgrímsdóttur

Staðan er hins vegar öllu verri þegar kemur að hlutfalli kvenna í störfum forstöðumanna, framkvæmdastjóra eða forstjóra. Þrátt fyrir að hlutfall útskrifaðra háskólanema sé tæplega 70% konum í vil, gegna þær mun sjaldnar æðstu störfum í 100 stærstu fyrirtækjunum á Íslandi.

Forstjórar 100 stærstu fyrirtækjanna eru til dæmis í 89% tilvikum karlar, framkvæmdastjórar eru í 73% tilvikum karlar og forstöðumenn eru í 67% tilvikum karlar. Þrátt fyrir að karlar séu oftast í æðstu störfum fyrirtækja, njóti þar af leiðandi frekar sveigjanleika og sjálfræðis en konur, virðist það ekki skila sér í aukinni ábyrgð á umönnun, uppeldi og heimilishaldi.

HUGRÆNA BYRÐIN

Vandamál annarra geta ekki réttlætt vandamálin mín. Menn hafa allt of lengi komist upp með að taka ekki ábyrgð á sínum skít. Þyrlað upp ,,not all men“-rykinu í þeirri viðleitni að þurfa ekki að horfast í augu við sjálfa sig.

Sumir menn benda á, í slíkum tilraunum til frávarps, að konur vilji frekar hafa hreint, vera með börnunum, þvo þvott eða eitthvað annað til að réttlæta eigin hegðun (eða skort á henni). Í öðru samhengi gætu áðurnefndir menn sagt að konur séu ekki nógu duglegar að sækja um stjórnunarstörf eða að konur séu ekki nógu hæfar. Segjum sem svo að þessi ósannindi séu sönn, en þá breytir það ekki þeirri staðreynd að menn axla ekki sína ábyrgð á heimilisstörfum og uppeldi. Menn eru ekki að standa sína plikt í að taka helminginn af hugrænu byrðinni (e. mental load) á ólaunuðum störfum heimilislífsins til móts við maka sinn. Taka byrðina, ábyrgðina og stjórnina, ekki vera „duglegur að hjálpa“. Ekki bíða eftir að vera beðinn um að setja í vélina, taka úr vélinni eða ryksuga.

Hvort sem að ábyrgðarleysi karla sé meginástæða, hluti ástæðu eða alls engin ástæða fyrir fjarveru kvenna í æðstu störfum þá tel ég það hræsni að segjast vera jafnréttissinni eða femínisti og taka ekki jafna ábyrgð á heimilishaldinu. Ekki bara hræsni, heldur vottur um djúpa vanvirðingu fyrir konum. Það elskar enginn að þrífa, vaska upp, setja í vél, taka úr vél eða yfir höfuð vinna launalausa vinnu. Nema kannski konan þín, hvað veit ég?

* Mental load. Hugtak sem birtist fyrst í myndasögunni ‘You should´ve asked’ eftir  Emma.

Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

HOW TO BE A BIG STRONG MAN

ÉG ELSKA BÓKINA „How to be a big strong man” sem er, að mínu mati, femínísk gagnrýni á karlmennskuhugmyndirnar sem troðið er upp á karlmenn. Troðið upp á stráka og börn. Ekki bara af íhaldsömum feðrum heldur, mæðrum, systkinum, vinum, fjölskyldu og öllu umhverfinu.

Við (karlmenn) eru ekki saklausir þolendur þessara hugmynda heldur berum ábyrgð á að vinna gegn þeim þannig að þær hafi ekki neikvæð áhrif á okkur og samferðafólk.

Bókin veitir kómíska sýn á karlmennskuhugmyndirnar og fær mann aðeins til að hugsa. Elskaða.

Höfundur bókarinnar er Samuel Leighton-Dore.

(Birt á Instagram 6. okt 2019)

Bók eftir Samuel Leighton-Dore

Bók eftir Samuel Leighton-Dore

Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

Karlmennskan á Stundinni

Karlmennskan og Stundin framleiddu í sameiningu þætti um karlmennsku og tengd viðfangsefni. Framleiddir voru fjórir þættir ásamt því sem Þorsteinn V. skrifaði nokkra pistla fyrir Stundina. Hér má nálgast linka á þættina og pistlana sem skrifaðir voru fyrir Stundina:

Þáttur 4 (Völd) + Pistill (Typpin á toppnum)

Karlar stjórna langflestum stærstu fyrirækja landsins, forstjórar og hæstaréttardómarar eru að 90% hluta karlar og karlmenn stýra stærstu fjármagnssjóðum landsins skv. úttekt Kjarnans í maí 2018. Í þessum þætti og pistli er rýnt í völd og hvað geti mögulega skýrt þennan sýnileika karlmanna í æðstu áhrifastöðum? Viðmælendur eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Gyða Margrét Pétursdóttir dósent í kynjafræði við Háskóla Íslands og Andrés Jónsson almannatengill.

Þáttur 3 (Reiðir menn) + Pistill (Reiðir menn hlusta ekki)

Umræðan um karlmennsku og jafnréttismál reitir suma menn til reiði. Í þessum þriðja þætti verður reynt að komast að því hvað vekur helst upp reiði, hvaða sjónarmið liggja þar til grundvallar og hvort mögulegt sé að brúa ólík sjónarmið. Máni Pétursson, Sólborg Guðbrandsóttir og Bergur Ebbi sitja fyrir svörum.

Þáttur 2 (Að vera alvöru maður) + Pistill (Er karlmennskan kannski ónýt?)

Hugtakið karlmennska elur af sér óraunhæfar, ósanngjarnar og stundum skaðlegar hugmyndir sem grundvallast á því að vera ekki kona, ekki kvenlegur, og grundvallast þannig á kvenfyrirlitningu.

Þáttur 1 (Karlremba verður femínisti)

Hvað gerðist til þess að forréttindafirrtur fótboltastrákur varð femínískur aktivisti? Þátturinn fjallar um naglalakk sem breytti lífi Þorsteins og leiddi hann inn á brautir karlmennskuhugmynda.

Sjá alla pistla og þætti á eftirfarandi slóð: https://stundin.is/greinarod/karlmennskan/

Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

#karlmennskan á Twitter

Strákar störtum byltingu. Svona hófst facebook status þann 13. mars 2018 sem varð til þess að strákar deildu sögum af því hvernig karlmennskan þvingaði, kúgaði eða bældi þá. Fjölmiðlar fjölluðu nokkuð um sögurnar og hér má finna linka á nokkrar af umfjöllununum:

13.3.18 Vísir.is, frétt og viðtal. http://www.visir.is/g/2018180319566 

13.3.18 Fréttablaðið, viðtal. https://www.frettabladid.is/frettir/segja-eitrari-karlmennsku-stri-a-hendur 

13.3.18 Nútíminn, frétt. http://nutiminn.is/einlaegir-karlar-deila-sogum-thar-sem-karlmennskan-thvaelist-fyrir-eg-kann-ekki-ad-bakka-i-staedi/ 

14.3.18 K100, viðtal. https://k100.mbl.is/frettir/2018/03/14/strakar_stortum_byltingu/ 

15.3.18 Rás 2. Síðdegisútvarpið, viðtal. http://www.ruv.is/spila/ras-2/siddegisutvarpid/20180315 (1 klst og 11 mín) 

17.3.18 Kvöldfréttir Rúv, viðtal http://www.ruv.is/spila/klippa/radast-gegn-skadlegri-karlmennsku-0  

18.3.18 Knúz, samantekt af sögunum af twitter. https://www.facebook.com/182935038440906/posts/1652057948195267/ 

19.3.18 Harmageddon, viðtal. https://www.facebook.com/522882423/posts/10155673789322424/ 

http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP61725 

19.3.18 Brennslan, viðtal. https://www.facebook.com/522882423/posts/10155673789322424/ 

21.3.18 Ísland í dag (21.mars) http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=SRC5AEC0E3D-C55B-4961-AEF8-2C88141CF96E

24.3.18 DV, helgarblaðið, viðtal. 

http://www.dv.is/frettir/2018/03/24/lif-thorsteins-breyttist-thegar-hann-setti-sig-naglalakk/   

5. Apríl 2018 Viðtal í Grapevine: 

https://grapevine.is/mag/articles/2018/04/05/the-dark-side-of-masculinity-or-how-rigid-behaviour-codes-hinder-mens-potential/

Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

UM KÁF, EIGNARHALD OG KARLMENNSKU UNGLINGSDRENGJA

Mynd: Hjördís Jónsdóttir

Mynd: Hjördís Jónsdóttir

Pistill sem var birtur fyrst á facebooksíðu Þorsteins V. Einarssonar sem fjallar um káf, eignarhald og karlmennsku unglingsdrengja. 

„Það er ekkert svo langt síðan að litið var algjörlega framhjá grófu kynferðislegu áreiti á skemmtistöðum. Man eftir samtali við vinkonu sem sagði að svona væri þetta bara á djamminu. „Hvað á stelpa annars að gera? Nenni ekki að vera fúla pían eða vera með vesen.“ Á sama tíma, og jafnvel ennþá, voru 12 ára drengir að slá í rassinn á stelpum á skólagöngunum. 

Í pistli í Stundinni sem birtist í morgun er þessu líst vel. Hvernig okkur hefur tekist á einhvern undarlegan hátt að samþykkja ofbeldisfulla hegðun og bendum á hvernig þolandi geti sjálfum sér um kennt. Oftast stelpur. Fyrir að vera of sexý, of flörtí, of fullar, of kærulausar, of trúgjarnar, of heimskar eða of mikið fyrir. Höfum innrætt sjálfsásakanir hjá stelpum og konum. Á meðan við ættum að sjálfsögðu að vera að einblína á þá sem beita ofbeldinu. Strákana. Af því að í langflestum tilvikum eru það strákar og menn sem beita ofbeldi.

Hvernig komum við í veg fyrir að karlmenn beiti konur ofbeldi? Þegar karlmenn virðast kerfisbundið beita konur ofbeldi, þá hlýtur ástæðan að liggja einhversstaðar í samfélagsgerðinni okkar. Mér var bent á áhugaverðar pælingar hér sem mig langar að nota til hliðsjónar til að setja fram hugmyndir sem við, sem erum upplýst og í stöðu til að segja og gera eitthvað, getum notað til að kenna unglingsdrengjum samskipti og hegðun án ofbeldis.

Verum fyrirmyndir sem fordæma og fyrirlíta karlrembu. Unglingsdrengir sækja sér karlmennskuímynd, verum til staðar fyrir strákana og sýnum með gjörðum og orðum að karlremba er aldrei í lagi. Heima hjá okkur, í vinnunni og allstaðar. Útskýrum hvað karlremba er. Hér er eitt dæmi um rembu. Stelpa setur mynd af sér á Instagram, kærastinn skrifar þessa athugasemd:

Landaði þessari.jpg

Af því að kærastan er eitthvað sem hann vann í samkeppni við aðra karlmenn, kærastan er  eitthvað sem hann á. Í takti við gildandi karlmennskuímyndina um að karlmenn keppa, taka, eiga, mega. Förum yfir svona dæmi og útskýrum hversvegna þetta er óviðeigandi.

Umberum ekki niðurlægjandi orðræðu. Kelling, hóra, tík og allar kvenlegar samlíkingar í neikvæðu samhengi; t.d. þú hleypur eins og kelling. Segjum eitthvað við þessu. Bara eitthvað. Samþykkjum ekki. Og útskýrum (ef við getum) hvernig þetta tengist undiskipun kvenna, áreiti og því að strákar upplifi sig með fyrirfram gefin völd yfir stelpum, sem síðan verður réttlæting fyrir ofbeldi gegn konum.

Tölum um klám. Við vitum að meirihluti unglingsdrengja horfir á klám (þó ég vilji ekki normvæða það) og þar birtist þeim veruleiki sem oftast niðurlægir konur og gefur drengjum ákaflega skakka mynd af því hvernig kynlíf fer fram. Eru konur í klámmyndum yfir höfuð með sníp? Ha? Hvað er snípur? Já, einmitt. Tölum um snípinn, píkuna og samfarir, ekki hamfarir. Kynlíf er ekki keppni og strákar þurfa ekki að „standa sig vel“ í að „yfirbuga bráðina.“

„Strákar verða alltaf strá...“ NEI! Nei, nei, nei, nei. Stutta skýringin á því að afhverju þetta er fáránleg setning, er sú að hér er gert ráð fyrir að strákar búi yfir eðlislægum eiginleikum ólíkum stelpum. Einnig erum við þar með að segja að þegar „strákar eru bara að strákast“ við að káfa á stelpum, eigi þær að steinhalda kjafti og hlæja með. Við vitum bara betur í dag. Þetta er ekki svona og á ekki að vera svona.

Ofbeldi er aldrei þolanda að kenna. Hún var bara svo rosalega einhvernveginn og ég  réð ekki við mig-rökin halda aldrei. Eða: „Æ, vá ég var bara að grínast“. Ef gerð er athugasemd við það að unglingsstrákur slær stelpu, óumbeðinn, á rassinn. Við verðum að kenna strákum, og bara öllum, að við berum alltaf ábyrgð á okkar hegðun og við getum aldrei tekið eignarhaldi á annarri manneskju. Alveg sama hvað einhver segir eða gerir. Eða klæðist. Ef enginn bað þig um eða gaf þér leyfi til að slá sig í rassinn eða andlitið, þá skaltu ekki gera það. 

Með því að taka þessa slagi sem virðast jafnvel tilgangslausir og ómerkilegir, þá erum við mögulega hægt og bítandi að vinna að því að útrýma kynbundnu ofbeldi. Af því við eigum ekki að þurfa Druslugönguna eða að verða vitni að því sjálf þegar kona er lamin af frægum manni til að trúa frásögunni. Konum hefur tekist að vekja mig til meðvitundar og núna finnst mér það á mína ábyrgð að halda áfram að vekja fólk í kringum mig, þá sérstaklega karlmenn. Vekjum hvern annan og tökum þessa litlu hversdagslegu slagi, sem allra fyrst.“

*Pistill birtist fyrst á facebook síðu Þorsteins 5. júlí 2017.

Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

NAGLALAKKAÐIR UNGLINGSDRENGIR

Drengir úr félagsmiðstöðinni Dregyn 2014 /Mynd fyrir Mbl.is Kristinn Ingvarsson

Drengir úr félagsmiðstöðinni Dregyn 2014 /Mynd fyrir Mbl.is Kristinn Ingvarsson

Upphafið að karlmennskuferðalagi þess sem þetta ritar má rekja til dragkvölds í félagsmiðstöðinni sem hann var að vinna í. Öllu heldur til þess er hann ákvað að vera með naglalakk í nokkra daga án þess að hafa hugmynd um hvaða viðbrögð hann fengi frá samferðafólkinu. En það voru akkúrat viðbrögðin sem ýttu pælingum um karlmennskunni af stað, eins og rakið er í eftirfarandi pistli frá árinu 2014.

Skrifað 13. mars 2014 og birt á fritiminn.is

Eitt föstudagskvöld í febrúar skipulagði nemendaráð félags-miðstöðvarinnar Dregyn dragkeppni. Dragkeppnin varð frekar misheppnuð þar sem aðeins einn hugrakkur drengur mætti í dragi. Létt stemning var þó í félagsmiðstöðinni þetta kvöld og var skorað á karlkyns starfsmennina að láta mála sig. Slíkt var samþykkt, með trega. Málunin var svo kórónuð með naglalakki á fingrum. Það þótti ákaflega fyndið að sjá karlkyns starfsmennina með meik, maskara, varalit og svona verulega huggulega.

Þegar þrífa átti „kvenleikann“ af máluðu drengjunum fékk verkefnisstjórinn þá hugmynd að hrista aðeins upp í „norminu“ og halda naglalakkinu, andlitið mátti þó þrífa. Héldu karlkynsstarfsmennirnir því naglalakkinu og fóru út í samfélagið. Annar þeirra „þurfti“ að þrífa naglalakkið af sér daginn eftir en verkefnisstjórinn hélt út helgina, sem var ekki auðvelt. Aragrúi athugasemda, augngota, hláturs, aðfinnsla og fordóma gerðu vart við sig. Reyndar í bland við orð á borð við: „En skemmtilegt“ og „Fallegt naglalakk“ og „Af hverju ertu með naglalakk?“. Einmitt; af hverju er ég með naglalakk?
Ég vissi það ekki þá, en uppgötvaði það á þessum tveimur dögum að samfélagið mitt passar virkilega vel upp á að ég fylgi hefðbundinni tísku í fatavali, klippi hár mitt samkvæmt því sem telst inn og haga mér samkvæmt því sem karlmanni er ætlast. Með öðrum orðum; að ég fylgi norminu. Við það að stíga, óvart meðvitað, út fyrir normið með því að vera með naglalakk fer allt í baklás. Aðgerðaráætlun samfélagsins um að koma mér aftur í normið hefst. Þessar litlu augngotur, viðhorfshlöðnu athugasemdirnar og skýru skilaboðin um að ég væri öðruvísi létu mér líða þannig að mig langaði til að flýja. Inn í normið. Þangað sem mér ber að vera sem karlmaður.

Ég velti því fyrir mér hvort að svona líði þeim sem hafa ekki kost á að „fitta“ inn í normið. Eru of strákalegar stelpur, stelpulegir strákar, of feitir, of mjóir, of eða van eitthvað að mati fjöldans – samfélagsins. Ég rifjaði upp ráðstefnu um einelti sem ég fór á fyrir nokkru síðan þar sem talað var um að rannsóknir bendi til þess að þeir sem verða fyrir einelti eru einmitt þeir sem ekki passa inn í fjöldann. Reynsla mín af naglalakkinu þessa helgi gaf mér hugmynd um hvernig það er að vera ekki inn í norminu. Hún sýndi mér hvernig samfélagið sameinast um að troða mér í normið, hversu ríkar staðalmyndir fólks eru um hvernig strákar eigi að vera og hvernig strákar eiga ekki að vera. Hversu fúst fólk er til að aðstoða mig við að vera „eðlilegur“.

Ég hugsaði að ef unglingarnir í félagsmiðstöðinni fengju nasaþef af því sem ég gekk í gegnum gætu þeir jafnvel skilið betur hvernig er að vera utan við normið. Þeir gætu jafnvel þróað með sér aukið umburðarlyndi og víðsýni fyrir lífinu, samfélaginu. Hlutir og fólk þarf ekki að fylgja óskrifuðu reglum samfélagsins um klæðaburð eða útlit. Það er hvergi ritað í lög að strákar eigi ekki að bera naglalakk. Hvergi segir að strákur með naglalakk sé samkynhneigður. En hvernig ætti ég að fá unglingsdrengi til að bera naglalakk, af fúsum og frjálsum vilja?

Félagsmiðstöðvastarfsmenn eru fyrirmyndir. Það sem þeir segja og gera verður oft það sem unglingarnir vilja segja og gera. Þannig varð þetta með naglalakkið í félagsmiðstöðinni Dregyn. Karlkynsstarfsmennirnir tóku fram naglalakkskrukkurnar á einu opnu húsi og samstundis komu nokkrir sem vildu fá naglalakk. Af hverju? Bara af því að við starfsmennirnir vorum að því.

Núna eru um 40 unglingsdrengir með naglalakk. Og bera það af fúsum og frjálsum vilja af því að þeir eru að mótmæla þessum rótgrónu hugmyndum sem fólk hefur um hvernig þú eigir að vera. Drengirnir voru ekki manaðir, þvingaðir eða sannfærðir. Þeir voru til í að kanna á eigin skinni hvernig er að „fitta“ ekki í normið, ögra sjálfum sér, samfélaginu, fordómunum, staðalmyndunum og taka eftir hvað gerist.

Tilraunin stendur enn yfir og eru strákarnir að safna í reynslubankann upplýsingum um dóma samfélagsins. Hvað er erfitt við það að vera með naglalakk, af hverju og hvenær? Ég meina, af hverju mega strákar ekki vera með naglalakk?
Þorsteinn V. Einarsson
Verkefnisstjóri félagsmiðstöðvarinnar Dregyn
Frístundamiðstöðin Gufunesbær

Mbl.is fjallaði um naglalakkið og tók viðtöl við nokkra unglinga. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/03/18/naglalakkadir_gegn_stadalimyndum/

Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

MEN OF QUALITY, DON´T FEAR EQUALITY

Menn ættu ekki að óttast jafnrétti eða upplifa sér ógnað af auknu jafnrétti. Jafnrétti er hagur allra.

(Birt á Instagram 6. júlí 2019)

Mynd fengin af flickr.com

Mynd fengin af flickr.com

Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

FEMÍNISMI SKAÐAR EKKI KARLA, HELDUR FEÐRAVELDIÐ

Birti skjáskot af tísti frá Matt Haig 2. júlí 2019 sem mér fannst frekar gott. Það hljóðaði svona:
„Feminism isn´t hurting men´s mental health. Patriarchal ideas of the impossible strong, silent, succesful male are. We need to broaden the emotional range. We need to be seen as carers, as talkers, as vulnerable, as in need of other people. Everyone wins.“

(Birt á Instagram 2. júlí 2019)

Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

LEYFUM STRÁKUM AÐ VERA ÞEIR SJÁLFIR

Mynd eftir Atelier Mave á Instagram

Mynd eftir Atelier Mave á Instagram

Leyfum strákum að vera nákvæmlega eins og þeir vilja og hættum að troða upp á þá okkar skoðunum út frá þvingandi karlmennskuhugmyndum.
🗣🗯Það er eðlilegt að vera strákur með allskonar áhugamál og tilfinningar. Það er óeðlilegt að vera strákur og vera kennt að skammast sín fyrir eðlileg áhugamál og tilfinningar!

#feminist #feministmen #masculinity #patriarchy #realmen #boys

(Birt á Instagram 1. júní 2019)

Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

AÐ VIRÐA SUMAR KONUR

Að virða konur sem þú laðast að er ekki að bera virðingu fyrir konum

🗯Þessu er beint til stráka sem telja sig vera voða góða gæja: Blundar í þér sexismi?
😶Minni kvenfyrirlitning = betri karlmennska.

Að bera virðingu fyrir konum sem þú laðast að kynferðislega er ekki að bera virðingu fyrir konum. Karlremba, kynhyggja, sexismi eða kvenfyrirlitning birtist á ótal hátt.

(Birtist á Instagram 21. maí 2019)
#feminist #masculinity #toxicmasculinity #feministmen

Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

LÁTUM DRENGI EKKI HARKA AF SÉR

Mynd eftir wonder_doodles á Instagram

Mynd eftir wonder_doodles á Instagram

🤹🏼‍♂️Tilfinningafærni er ekki meðfædd heldur lærist hún með tímanum. Einhvernveginn hefur það gerst að strákum hefur verið kennt að harka af sér og þannig ignora tilfinningar sínar.
🐒Karlmennskan gefur líka ekki mikið rými til viðkvæmnis og þvi hafa margir misst af því að læra að takast á við og þekkja tilfinningar sínar. Þeir sem búa yfir tilfinningaauði og geta expressað allskonar tilfinningar hafa jafnvel lært að skammast sín fyrir það eða hreinlega verið kennt (beint og óbeint) að blocka á þær.
🥰Leyfum strákum að upplifa og læra á tilfinningarnar sínar. Rækta ást og hlýju, til sjálfs síns, vina og samferðafólks. Þannig verður karlmennskan betri og uppbyggilegri eða mun allavega þvælist minna fyrir strákum.

(Birtist á Instagram 19. maí 2019)

Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

KÚGUN KVENNA OG KVENHATUR

Kúgun kvenna og tilraunir manna til að ná völdum yfir konum er síendurtekið stef í gegnum (kynja)söguna. Kúgunin tekur ýmsar myndir en þær eiga það sameiginlegt að hefta frelsi og sjálfsákvörðunarrétt kvenna.
Dæmi um þessa kúgun eru kerfisbundnar árásir (almennings og yfirvalda) á konur á hernámsárunum á Íslandi. Sögulegt nafn þess tíma er kúgun í sjálfu sér, en tíminn er oft kallaður ástandsárin.
Drusluskömmun (í okkar nútíma) er annað dæmi um kúgun kvenna, að gera konur ábyrgar fyrir ofbeldi sem þær eru beittar með því að fókusa á klæðaburð eða hegðun kvenna.
Þriðja dæmið og það nýjasta varðar þungunarrofslöggjöf, sem er víða til umræðu. Þó að stjórnmálakarlar séu áberandi í umræðunni gegn frelsi kvenna þá vissulega eru dæmi um konur sem eru líka haldnar kvenfyrirlitningu. Það væri óskandi ef þetta stjórnmálafólk gæti sett atburði sögunnar í samhengi og séð kúgunina og ofbeldið gegn konum sem umlykur söguna. Og séð að þótt það meini vel og ætli sér ekki að kúga konur, þá er allt sem heftir frelsi kúgun eða frelsissvipting. Hvers vegna er svona auðvelt að skerða frelsi og réttindi kvenna? Og hvers vegna finnst fólki svona erfitt að sjá það?

(Birt á Instagram 18. maí 2019)

Mynd eftir erinsuckss á Instagram

Mynd eftir erinsuckss á Instagram

Read More
Thorsteinn V. Einarsson Thorsteinn V. Einarsson

Út með´a

gmf.designs 16.maí 2019

🗯Hættum að skammast okkar. Hættum að skammast okkar fyrir að uppfylla ekki einhverja úrelta óraunhæfa ímynd karlmennskunnar.

⛓🆘Karlmennskuhugmyndirnar virka stundum sem tvöfaldur múr. Eðlilega (en gagnlausa og órökrétta) skömmin sem fólk upplifir við að díla við hluti verður stundum enn meiri þegar við bætist hugmyndin um að „alvöru maður” eigi að vera einhvernveginn öðruvísi. Þá bæla menn niður og loka á. Harka af sér en molna að innan.

🎭Hættum að þykjast. Það þarf hugrekki til að hætta að þykjast. Verum hugrakkir. Einlæglega og auðmjúklega hugrakkir. Brjótum þannig upp úreltu og ógagnlegu karlmennskuhugmyndirnar.

(Birt á Instagram 16. maí 2019)

Read More